Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 13:12:12 (398)


[13:12]
     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Herra forseti. Fyrst varðandi það sem hv. þm. sagði um ummæli hæstv. forsrh. Hv. þm. verður að gera sér grein fyrir því að orð hæstv. forsrh. hafa mikla vigt. Ég las orðrétt þau ummæli sem Morgunblaðið hafði eftir hæstv. forsrh. og á grundvelli þeirra ummæla er alveg ljóst að krókaveiðimenn gátu gert sér vonir um tvennt: Að það yrði slakað til banndögum og það yrði slakað til aflaviðmiðinu líka.
    Að því er varðar stefnu mína og Alþfl. í sjávarútvegsmálum, þá er hún of flókin og viðamikil til þess að það sé hægt að koma með hana hér í örstuttu andsvari. En eins og ég gat um í ræðu minni mun hún koma fram síðar í umræðum hér í dag vegna þess að enn á eftir að flytja 40 mínútna ræðu.