Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 13:13:03 (399)


[13:13]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég harma það að hv. þm. skyldi ekki geta gert grein fyrir stefnu flokks síns í þessu máli því ég er á mælendaskrá hér á eftir þar sem ég mun gera grein fyrir mínum skoðunum og það hefði skipt máli fyrir mína ræðu eða það sem ég mundi fjalla um hvaða brtt. við gætum hugsanlega átt von á og það mun einfaldlega þýða það að ég verð að bíða eftir því að fá að heyra seinni 40 mínútna ræðu hv. þm. og vonandi verður hún eins ljóðræn og sú fyrri.
    En varðandi það sem hv. þm. nefndi um ummæli hæstv. forsrh., þá fór hann enn með sömu rangtúlkanirnar, sem ég fullyrði að eru rangar, og ég ætla að biðja hann um að fara ekki aftur með þessar rangtúlkanir í hinni seinni 40 mínútna ræðu sinni.