Guðrún Helgadóttir fyrir BH

14. fundur
Miðvikudaginn 07. júní 1995, kl. 13:32:50 (451)


     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 7. júní 1995:
    ,,Þar sem Bryndís Hlöðversdóttir, 12. þm. Reykv., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Alþb. í Reykjavíkurkjördæmi, Guðrún Helgadóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþb.``


    Guðrún Helgadóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi, kjörbréf hennar verið samþykkt. Ég býð hana velkomna til starfa á Alþingi á ný.