Lánasjóður íslenskra námsmanna

14. fundur
Miðvikudaginn 07. júní 1995, kl. 15:11:36 (469)


[15:11]
     Flm. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 9. þm. Reykv. fyrir þá áminningu sem hann hefur veitt mér og ég tek hana til greina. Hins vegar varð ég fyrir þeirri ógæfu, sem er ekki algengt satt best að segja, en kemur þó fyrir mig að ég tók mark á Morgunblaðinu. Fimmtudaginn 23. mars 1995 segir svo, með leyfi forseta:
    ,,Aðrir en Gunnar Birgisson, stjórnarformaður LÍN og frambjóðandi Sjálfstfl., töldu ástæðu til að koma á samtímagreiðslum eða skoða möguleika á að koma þeim á eftir að sýnt hefði verið fram á árangur á fyrsta ári.``
    Hér treysti ég á mitt minni, sem mig minnti að hefði nákvæmlega verið svona, en í öðru lagi á Morgunblaðið sem ég vona að hendi mig ekki allt of oft.