Skipulag ferðamála

15. fundur
Fimmtudaginn 08. júní 1995, kl. 13:47:54 (485)

[13:47]

     Frsm. samgn. (Magnús Stefánsson) :
    Virðulegur forseti. Ég mæli hér fyrir nál. hv. samgn. um frv. til laga um breytingar á lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála.
    ,,Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti, og Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða.
    Nefndarmenn urðu sammála um að mæla með samþykkt frumvarpsins en þó með þeirri breytingu að allir sem hafa leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu verði undanþegnir skilyrði um heimilisfesti á Íslandi. Í frumvarpinu var lagt til að einungis þeir sem starfrækja umboðssölu farmiða njóti undanþágunnar, en rétt þykir að öll sú starfsemi, sem telst ferðaskrifstofurekstur, falli hér undir. Nefndin mælir því með því að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:
    1. gr. orðist svo:
    Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Ríkisborgarar þeirra ríkja, sem hafa heimild í milliríkjasamningum til að starfrækja ferðaskrifstofu skv. 9. gr. laga þessara, skulu undanþegnir skilyrði a-liðar 1. mgr. um heimilisfesti á Íslandi.``
    Hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson og Ásta R. Jóhannesdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Undir nál. skrifa Einar K. Guðfinnsson formaður, Magnús Stefánsson, Ragnar Arnalds, Egill Jónsson, Árni Johnsen, Kristján Pálsson og Stefán Guðmundsson.