Stjórn fiskveiða

16. fundur
Fimmtudaginn 08. júní 1995, kl. 21:35:17 (548)


[21:35]
     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég get ekki skilið orð hv. þm. Hjálmars Árnasonar öðruvísi en svo að honum sé fullljóst að hægt sé að taka upp eftirlitskerfið í gegnum hafnarverði. Ef svo er þá eru brostnar allar forsendur af hans hálfu fyrir því að greiða atkvæði með þeirri tillögu sem núna liggur frá meiri hlutanum, þar með töldum honum sjálfum. Ég vil áminna hv. þm. Hjálmar Árnason um það að hann hefur ákveðna sannfæringu í þessum málum sem hefur komið fram, og honum ber skylda til þess samkvæmt stjórnarskránni að fylgja henni en ekki þeirri línu sem kann að leka úr penna hæstv. utanrrh. og formanns Framsfl.