Þróunarsjóður sjávarútvegsins

18. fundur
Föstudaginn 09. júní 1995, kl. 15:57:07 (585)


[15:57]
     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil taka undir að það ber vott um fordómaleysi hæstv. sjútvrh. að hann var natinn á að taka upp þær tillögur sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hafði áður samþykkt fyrir hinn gamla Hagræðingarsjóð. Ég tel nauðsynlegt að hressa talsvert upp á minni hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar sem hefur nokkuð lagst gegn Þróunarsjóðnum. Hann byggir á hans eigin hugmyndum.
    Ég skil það svo, herra forseti, að í svari hæstv. sjútvrh. felist að ef slíkur bátur er úreltur sem við erum hér að ræða þá mun það þorskaflahámark sem hann hafði fyrir úreldinguna vera áfram í þeim potti sem krókaflotinn fær að veiða úr.