Lánasjóður íslenskra námsmanna

19. fundur
Laugardaginn 10. júní 1995, kl. 13:42:23 (650)


[13:42]
     Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er mér alveg að meinalausu ef menn vilja bíða með þessa umræðu þar til hv. 8. þm. Reykn. getur verið viðstaddur. Það er sjálfsagt. Ég hélt hins vegar að það lægi á að koma málinu til nefndar. Ég hef skilið hv. 8. þm. Reykv. þannig að það lægi á að fá þetta mál sem fyrst til nefndar til að vinna í því.
    Svar mitt við spurningu hv. 8. þm. Reykv. er alveg skýrt. Það á að taka lög og reglur um Lánasjóð ísl. námsmanna til endurskoðunar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Um það hvernig að því verður unnið munu koma tillögur frá menntmrh. sem fer með forræði málsins. Eigum við ekki að doka við og sjá í hverju þær tillögur verða fólgnar?