Fyrirvari í nefndaráliti

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:18:22 (670)


[15:18]
     Svanfríður Jónasdóttir :
    Virðulegi forseti. Það hlýtur að vera svo að það sé mikilvægast hér af öllu að skýr vilji manna komi fram og ef það mætti verða til þess að sá vilji sæist bæði í þingskjölum og kæmi einnig fram hér að öðru leyti, þá vil ég reyna að benda á leið til lausnar með þó þeim fyrirvara að ég er auðvitað ein af þeim sem eru hér blaut á bak við eyrun. En væri það möguleg leið að nefndin kæmi saman á milli 2. og 3. umr. og að þar kæmi fram í þingskjalinu svo að óyggjandi væri sá vilji og þeir fyrirvarar sem menn helst vilja hafa á sínu máli.