Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:27:37 (676)


[15:27]
     Magnús Stefánsson :
    Virðulegur forseti. Ég vil lýsa þeirri skoðun minni við umfjöllun þessara mála að ég tel að svokallað róðrardagakerfi sé sú leið sem fara eigi við sóknarstýringu krókabáta. Ég mun styðja nál. meiri hluta sjútvn. nú við 2. umr. í trausti þess að fyrir 3. umr. og endanlega afgreiðslu málsins liggi fyrir að krókabátar eigi kost á róðrardagasókn og fyrir liggi að sjálfvirkt eftirlitskerfi verði tekið í gagnið innan ákveðins tíma. Ég vek athygli á því að þetta sjálfvirka eftirlitskerfi er gífurlegt hagsmunamál hvað varðar öryggismál sjómanna og því brýnt að það komist í gagnið hið allra fyrsta.
    Hvað varðar brtt. minni hluta nefndarinnar þá er hún þannig sett fram að ég er ekki sammála ýmsum útfærslum sem þar koma fram og get því ekki stutt hana. Þá tel ég mikilvægt, eins og ég nefndi reyndar hér áðan, að fyrir liggi nánari útfærsla en fram kemur í nál. með hvaða hætti og hvenær sjálfvirkt eftirlitskerfi verði tekið í gagnið. En ég lýsi sem sagt stuðningi við áliti meiri hluta sjútvn.