Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:32:17 (679)

[15:32]
     Sighvatur Björgvinsson :
    Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja þá kvöð á útgerðarmenn krókaleyfisbáta að ef þeir missa bátinn sinn í sjó þá geta þeir ekki endurnýjað hann nema með því að kaupa annan jafnstóran og leggja honum. Þetta er dæmi um hvílíka hlekki er verið að leggja á síðustu frjálsu sjómenn á Íslandi. Það er ríkisstjórnin og þingmeirihluti hennar sem stendur að því allur, þó að sumir þeirra taki sér í munn orð Biblíunnar: ,,Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.`` Það er engum til sóma að haga sér þannig. Slíkir þingmenn geta varla öðlast traust.
    Ég er á móti þessu ákvæði og greiði atkvæði gegn því.