Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:48:25 (690)


[15:48]
     Gísli S. Einarsson :
    Herra forseti. Ég hef uppi sömu andmæli og hv. 15. þm. Reykv. og að auki vil ég vekja athygli hv. þings á því að í þessari grein kemur fram að heimilt er að stunda sjóstangveiði eða veiða til eigin neyslu án fénýtingar. Nú liggur fyrir bréf frá Fiskistofu þar sem sjóstangveiðimönnum er meinað að stunda fiskveiðar nema á þeim dögum sem krókabátar hafa leyfi og nema það reiknist til kvóta á þeim bátum sem þessar áhugamannaveiðar upp á 50--80 tonn hljóða upp á á öllu árinu. M.a. vegna þessa og alls annars sem hér stendur segi ég nei.