Alþjóðaviðskiptastofnunin

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 19:03:10 (713)


[19:03]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég verð nú að segja að það gleður mig að heyra það að hv. þm. telur sig öðrum þræði kjósa að fara varlega. Ég sé ekki að það sé neinu til kostað þó að við höfum fulla gát á. Það er auðvitað grundvallarbreyting nú, eins og ég sagði áðan, í innflutningsmálum landbúnaðarins. Okkur er kunnugt um það báðum að rekstrargrundvöllur t.d. sauðfjárbúanna, ef ég tek þau sem dæmi, er mjög valtur um þessar mundir og kauphrun hefur hvergi orðið jafnmikið og einmitt hjá þeim. Ef við viljum rifja upp hvernig kjötneysla hefur dregist saman nú á þessu ári, kannski um 10%, þá sjáum við auðvitað í hvað stefnir.
    En eins og ég sagði þá vekur það athygli mína og eflaust fleiri með hvaða hætti fulltrúi Þjóðvaka opnar þessa umræðu hér í hinu háa Alþingi.