Alþjóðaviðskiptastofnunin

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 22:34:23 (727)


[22:34]
     Hjálmar Jónsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka fyrir ábendingar og hafi verið missagt eitthvað þá er að sjálfsögðu gott að fá leiðréttingar á því. Um álitamál hljótum við að geta verið ósammála og verður svo að vera.
    Ég stend við það að okkar tilboð er, ég nefndi einkum Norðmenn og að okkar tilboð væri sambærilegt þeirra tilboði. Ég hef ekki séð neitt sem hrekur það og enginn hefur hnekkt því hér. Við stöndum líka við okkar hlut með því að við erum búin að leggja niður útflutningsbætur á íslenskan landbúnað. Því miður gerðum við það of fljótt. Við áttum að nota þá aura til þess að markaðssetja erlendis frekar en að leggja bæturnar bara niður. Við höfum dregið verulega úr stuðningi innan lands og það mætti svo sem fleira telja, en ég hirði ekki um og þakka einfaldlega fyrir umræðuna.