Alþjóðaviðskiptastofnunin

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 22:52:04 (730)


[22:52]
     Egill Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég var ekki í minni ræðu að lýsa því hvað hefði gengið fram í samningum í GATT-málinu. Ég var að lýsa því hver hefði verið stefna íslensku ríkisstjórnarinnar og ég var að vitna til bókunar hennar sem slíkrar alveg án tillits til þess hvort slík niðurstaða hefði fengist eins og þar var sett fram og Alþingi Íslendinga áréttaði í heild sinni. Að því leyti þurfti ekki að vera að leiðrétta neitt af því sem ég sagði. Ég setti það einfaldlega hér fram úr þessum stóli hver hefði verið skoðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis og hvað mönnum hefði þótt réttlætanlegt í þeim efnum. Og það ætti ekki að misskiljast þegar farið er yfir þessa bókun ríkisstjórnarinnar sem fyrrv. utanrrh. hefur kannski samið.
    En um annað það sem kom fram í ræðu hv. 9. þm. Reykv. verð ég að láta bíða betri tíma að ræða.