Alþjóðaviðskiptastofnunin

21. fundur
Þriðjudaginn 13. júní 1995, kl. 14:01:34 (755)

[14:01]
     Jón Baldvin Hannibalsson :
    Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði í framhaldi af þeirri ákvörðun að skipa þriggja manna nefnd fulltrúum þriggja ráðuneyta, landbrn., fjmrn. og viðskrn. Í c-lið er gert ráð fyrir málskotsrétti ef ágreiningur kemur upp, að vísa megi málinu til ríkisstjórnar. Það er varnaglaákvæði og byggir reyndar á samkomulagi sem gert var milli fyrrv. stjórnarflokka á sinni tíð. Með því er gerð tilraun til að tryggja að neytendur og aðrir en beinir hagsmunaaðilar framleiðenda hafi einn málskotsrétt í álitamálum sem upp kunna að koma.