Mál á dagskrá

21. fundur
Þriðjudaginn 13. júní 1995, kl. 14:16:01 (759)


[14:16]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Ég vonast til að því frv. sem nefnt var í þessu samhengi verði ekki blandað inn í svona almenna pólitíska leikfimi hér í þinginu. Stjórnarandstaðan og til að mynda þingmenn Vestfirðinga, eins og hv. þm. Sighvatur Björgvinsson, hafa gengist eftir því að við brygðumst við vanda Vestfirðinga varðandi það ólán sem upp kom þar og við lykjum ekki þinginu án þess að menn sæju fyrir með hvaða hætti það fólk, sem lenti í hörmungunum þar á sl. ári, gæti nýtt sumarið. Þannig að ég óska eindregið eftir því að þrátt fyrir pólitíska leikfimi, sem menn auðvitað þurfa að hafa uppi, þá blandi menn ekki slíkum málum saman. Ég vonast a.m.k. til þess að þingið sem heild taki ekki þátt í því.