Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

21. fundur
Þriðjudaginn 13. júní 1995, kl. 17:28:27 (791)


[17:28]
     Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Það er ekki hægt og má ekki skilja orð mín hér áðan með þeim hætti að landlæknir hafi verið að draga í land með sínar viðvaranir hvað þetta snertir, um aukið framboð á áfengi. Hann sagði hins vegar að það væri svo að þessar upplýsingar um forvarnasjóðinn, sem þarna um ræðir, hefðu ekki legið fyrir þegar greinargerðin var skrifuð og landlæknir hefði látið hafa það eftir sér að hann fagnaði því að þessi forvarnasjóður væri að koma fram og hann skipti mjög miklu máli í þessu sambandi. Þannig að ég vil að það sé alveg á hreinu. Landlæknir er ekki að draga sína umsögn um frv. til baka, síður en svo, miðað við það ástand sem var þegar hún var gerð.