Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

22. fundur
Miðvikudaginn 14. júní 1995, kl. 13:42:30 (821)


[13:42]
     Ágúst Einarsson :
    Herra forseti. Við umræðu um málið í nefndinni kom fram mikil áhersla af hálfu fulltrúa Þjóðvaka að í tengslum við þessi mál verði forvarnir til áfengismála auknar verulega. Álit þetta er stutt sjónarmiðum fjölmargra félagasamtaka. Umræðan leiddi síðan til þess að við 2. umr. var kynnt tillaga um stofnun forvarnasjóðs sem er markaður tekjustofn og með honum tvöfaldast framlög til forvarna. Þar sem hér hefur verið komið til móts við sjónarmið Þjóðvaka um forvarnir í tengslum við þetta mál kýs ég að tefja ekki fyrir afgreiðslu þess og mun því sitja hjá við afgreiðslu málsins þrátt fyrir ýmsa annmarka á því og þótt ekki hafi verið færð sterk rök fyrir því að samþykkt frv. sé nauðsynleg til að uppfylla skyldur okkar gagnvart EES-samningnum. Einnig geri ég ráð fyrir að gjaldtaka fyrir leyfisveitingar fyrir innflutning

verði rífleg þannig að kostnaður ríkisins við breytt skipulag verði greiddur af hálfu innflytjenda.