Húsnæðismál

22. fundur
Miðvikudaginn 14. júní 1995, kl. 17:34:00 (862)


     Forseti (Sturla Böðvarsson) :
    Eins og tilkynnt hafði verið hefst hér utandagskrárumræða um húsnæðismál að ósk hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur. Forseti vill geta þess að að þeirri umræðu lokinni, sem tekur eina klukkustund, munu hefjast umræður um 3. dagskrármál, stjórn fiskveiða. Utandagskrárumræðunni verður þannig hagað að hver flokkur hefur 10 mínútur og að auki hafa frummælandi og hæstv. félmrh. 2 mínútur.