Stjórn fiskveiða

23. fundur
Miðvikudaginn 14. júní 1995, kl. 18:43:20 (874)


[18:43]
     Gísli S. Einarsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég hef undir höndum bréf frá Fiskistofu sem er til áhugamanna um sjóstangaveiði þar sem kemur fram að verði krókabátar notaðir á banndögum til sjóstangaveiða sé það óheimilt og einnig að séu kvótabátar notaðir til sjóstangveiða skuli það reiknast til kvóta.
    Ég vil að gefnu tilefni sem hér kom fram í ræðu hv. þm. Árna R. Árnasonar fá alveg á hreint: Er það ljóst að áhugamönnum um sjóstangaveiðar, sem eru um 450 talsins og veiða um 70--80 tonn, sé frjálst

að fara til veiða á banndögum krókabáta og sé heimilt að fara til veiða á aflamarksbátum án þess að það sé reiknað til kvóta?