Samningur milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

23. fundur
Miðvikudaginn 14. júní 1995, kl. 23:34:12 (903)

[23:34]
     Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde) :
    Virðulegi forseti. Utanrmn. hefur haft til meðferðar þá tillögu sem hér er til umræðu um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1995.
    Nefndin hefur fjallað um þessa tillögu og það er mat hennar að rétt sé að tillagan verði samþykkt. Þrír nefndarmanna hafa hins vegar skrifað undir nefndarálitið með fyrirvara og munu væntanlega gera grein

fyrir honum, en að öðru leyti liggur mál þetta ljóst fyrir og nefndin gerir tillögu um að tillagan verði samþykkt.