Alþjóðaviðskiptastofnunin

23. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 00:21:32 (916)


[00:21]
     Jón Baldvin Hannibalsson :
    Herra forseti. Hér er ekki verið að greiða atkvæði um aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni heldur er spurningin sú hvort menn vilja leggja blessun sína yfir þá pólitísku stefnu stjórnarflokkanna sem í frv. felst um útfærslu innan lands.
    Meginstefnan er sú í raun og veru að útiloka innflutning, að innsigla og festa í sessi óbreytt ástand og afsala þjóðinni þar með því tækifæri sem með samkomulaginu gafst til þess að innleiða nýja tíma, aðhald samkeppni sem hefði orðið bæði bændum og neytendum til góða. Við hörmum þessi mistök og sitjum þess vegna hjá við afgreiðslu málsins og viljum ekki bera ábyrgð á þessu klúðri.