Matvæli

25. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 10:04:21 (924)

[10:04]
     Frsm. umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson) :
    Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá umhvn. við frv. til laga um matvæli á þskj. 101.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og fengið á fund sinn Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóra umhvrn., Jón Gíslason og Franklín Georgsson frá Hollustuvernd ríkisins, Guðmund Einarsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Hörð Lárusson, deildarstjóra í menntmrn., og Brynjólf Sandholt yfirdýralækni.
    Nefndin flytur ýmsar breytingartillögur við frv., ýmist efnislegar eða til lagfæringar og skýringar á orðalagi. Er gerð tillaga um breytingarnar á þskj. 102.