Matvæli

25. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 10:18:25 (926)


[10:18]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég nota tækifærið sem mér er veitt í andsvari til þess að taka undir þau orð hv. síðasta ræðumanns að það hefði vissulega verið æskilegt að hafa meiri tíma til þess að vinna í þessu mikilvæga máli. Einnig er rétt að taka fram að þingmenn stjórnarflokkanna lögðu mikla áherslu á að klára málið þó tími væri naumur. Samstarfið sem skapaðist í nefndinni um málið skipti sköpum og meiri hluti í nefndinni er mjög þakklátur fyrir það enda lögðu allir þingmenn, ekki síst þingmenn stjórnarandstöðunnar, sig fram um að klára málið þótt tími væri naumur og er full ástæða til þess að þakka það.