Kosning sjö manna og sjö varamanna í stjórn Byggðastofnunar, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 4. gr. laga nr. 64 1. júlí 1985, um Byggðastofnun.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Egill Jónsson alþingismaður (A),
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður (B),
Stefán Guðmundsson alþingismaður (A),
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður (A),
Sigbjörn Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, (B),
Guðjón Guðmundsson alþingismaður (A),

Magnús Björnsson framkvæmdastjóri (A).

    Varamenn:
Kristján Pálsson alþingismaður (A),
Skúli Alexandersson, fyrrv. alþingismaður, (B),
Ólafía Ingólfsdóttir bóndi (A),
Drífa Hjartardóttir bóndi (A),
Ólöf Kristjánsdóttir verslunarmaður (B),
Svanhildur Árnadóttir bæjarfulltrúi (A),
Þorvaldur T. Jónsson bóndi (A).