Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í landskjörstjórn til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 8. gr. laga nr. 80 16. október 1987, um kosningar til Alþingis.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Þorvaldur Lúðvíksson hæstaréttarlögmaður (A),
Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur Kópavogi (B),
Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður (A),
Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður (A),
Baldvin Jónsson hæstaréttarlögmaður Reykjavík (B).

     Varamenn:
Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur (A),
Heiðrún Sverrisdóttir fóstra Kópavogi (B),
Sólveig Guðmundsdóttir lögmaður (A),
Hrund Hafsteinsdóttir lögmaður (A),
Guðríður Þorsteinsdóttir hæstaréttarlögmaður Reykjavík (B).