Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í nefnd um erlenda fjárfestingu til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu skv. 10. gr. laga nr. 34 25. mars 1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnu rekstri.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður (A),
Runólfur Ágústsson lögfræðingur (B),
Jón Sveinsson héraðsdómslögmaður (A),
Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur (A),
Bergsteinn Einarsson iðnrekandi (B).

     Varamenn:
Árni Árnason framkvæmdastjóri (A),
Jörundur Guðmundsson markaðsstjóri (B),
Þuríður Jónsdóttir lögmaður (A),
Sigríður Arnbjarnardóttir kennari (A),
Vilhjálmur Þorsteinsson forstjóri (B).