Kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í útvarpsráð til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 19. gr. útvarpslaga nr. 68 27. júní 1985.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri (A),
Guðrún Helgadóttir, fyrrv. alþingismaður, (B),
Gissur Pétursson verkefnisstjóri (A),
Þórunn Gestsdóttir blaðamaður (A),
Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórnmálafræðingur (B),
Anna K. Jónsdóttir aðstoðarlyfjafræðingur (A),
Kristjana Bergsdóttir kennari (A).

     Varamenn:
Ingunn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi (A),
Svanhildur Kaaber kennari (B),
Áskell Þórisson ritstjóri (A),
Benedikt Jónmundsson framkvæmdastjóri (A),
Bryndís Guðmundsdóttir kennari (B),
Laufey Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi (A),
Ingibjörg Davíðsdóttir stjórnmálafræðingur (A).