Kosning yfirkjörstjórnar Reykjaneskjördæmis, fimm manna og jafnmargra varamanna, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 80 16. október 1987, um kosningar til Alþingis.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður (A),
Vilhjálmur Þórhallsson hæstaréttarlögmaður (B),
Þórður Ólafsson lögfræðingur (A),
Páll Ólafsson bóndi (A),
Þórunn Friðriksdóttir kennari (B).

     Varamenn:
Guðríður Guðmundsdóttir lögfræðingur (A),
Gunnlaugur Ó. Guðmundsson yfirdeildarstjóri (B),
Sigríður Jósefsdóttir lögfræðingur (A),
Finnbogi Björnsson framkvæmdastjóri (A),
Katrín Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur (B).