Kosning yfirkjörstjórnar Vesturlandskjördæmis, fimm manna og jafnmargra varamanna, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 80 16. október 1987, um kosningar til Alþingis.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn samtals og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Gísli Kjartansson lögfræðingur (A),
Guðný Ársælsdóttir útibússtjóri (B),
Páll Guðbjartsson framkvæmdastjóri (A),
Guðjón Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri (A),
Ingi Ingimundarson aðalbókari (B).

     Varamenn:
Jósef Þorgeirsson lögfræðingur (A),
Inga Harðardóttir kennari (B),
Indriði Albertsson framkvæmdastjóri (A),
Helgi Kristjánsson fiskverkandi (A),
Böðvar Björgvinsson útgefandi (B).