Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 27 . mál.


29. Frumvarp til laga



um breytingar á lögum vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

(Lagt fyrir Alþingi á 119. löggjafarþingi 1995.)



I. KAFLI


Um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.


1. gr.


    Á 1. gr. laganna verða eftirfarandi breytingar:
    Við lista skilgreininga orða og orðasambanda í 1. mgr. bætist eftirfarandi:
              Tollabinding: Hámark tolla samkvæmt hinum almenna samningi um tolla og viðskipti  1994 í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar er undir  ritaður var af Íslands hálfu 15. apríl 1994, sbr. viðauka II við lög þessi.
     Tollkvóti: Tiltekið magn vöru sem flutt er inn á lægri tollum en getið er um í 4. gr.

2. gr.

    4. gr. laganna orðast svo:
    Af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skal greiða toll eins og mælt er fyrir í tollskrá í viðauka I með lögum þessum sem hefur lagagildi. Tollur skal lagður sem verð tollur á tollverð vöru eða sendingar eins og það er ákveðið samkvæmt ákvæðum 8.–10. gr. og sem magntollur á vörumagn eftir því sem í tollskrá í viðauka I greinir. Aðra tolla og gjöld sem mismuna innlendum og innfluttum framleiðsluvörum má eigi leggja á vöruna við innflutning.
    Ákvæði 1. mgr. skulu eigi koma í veg fyrir álagningu verðjöfnunargjalda samkvæmt ákvæðum fríverslunar- og milliríkjasamninga, sbr. 120. gr. laga þessara eða 72. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, enda rúmist slík gjaldtaka inn an tollabindinga, sbr. 3. mgr.
    Tollur á vörur frá aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar má eigi vera hærri en þær tollabindingar sem tilgreindar eru í viðaukum IIA og IIB með lögum þessum. Miðist tollabinding bæði við verð og magn skal hámarkstollur miðast við þá bindingu sem hærri álagningu leyfir. Þó er heimilt að víkja frá ákvæðum um tollabindingar þegar ákvörðun er tekin um álagningu undirboðs- og jöfnunartolla skv. 115.–119. gr. og viðbótartolla skv. 120. gr. laga þessara, sbr. 74. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
    

3. gr.

    Við I. kafla laganna bætist ný grein, er verður 6. gr. A, er orðast svo:

Tollkvótar.


    Í viðaukum IIIA og B eru tilgreindir tollkvótar samkvæmt skuldbindingum Íslands í samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna innflutnings á því magni sem tilgreint er fyrir hvert áranna 1995 til og með 2000. Um úthlutun þeirra fer skv. 53. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt tollkvótum í viðauka IIIA, skal vera 32% af grunntaxta viðkom andi vöruliðar eins og hann er tilgreindur í viðauka IIA með lögum þessum.
    Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt tollkvótum í viðauka IIIB, skal vera 30% en þó eigi hærri en í viðaukanum greinir. Við innflutning á fóðurvörum og hráefnum í þær í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár skulu þó gilda þeir tolltaxtar sem tilgreindir eru í tollskrá í viðauka I.
    Í viðaukum IVA og B eru tilgreindir tollkvótar sem landbúnaðarráðherra úthlutar skv. 53. gr. A laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt þeim tollkvótum sem tilgreindir eru í viðauka IVA, skal vera 75 hundraðshlutar af þeim magntolli sem lagður er á viðkomandi vörulið eins og hann er tilgreindur í tollskrá eða 32% af grunntaxta viðkomandi vöruliðar eins og hann er tilgreindur í viðauka IIA með lögum þessum.
    Tollur á þær vörur, sem tilgreindar eru í viðauka IVB, skal vera 0, 25, 50 eða 75 hundraðshlutar af þeim tolli sem lagður er á viðkomandi vörulið eins og hann er tilgreindur í tollskrá.

4. gr.

    10. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Ráðherra getur með reglugerð eða öðrum fyrirmælum sett nánari reglur um ákvörðun tollverðs er taki mið af samningnum um framkvæmd VII. gr. hins almenna samnings um tolla og viðskipti 1994. Reglurnar skulu m.a. tilgreina hvernig tollverð skal ákvarðað í þeim tilvikum sem ekki er hægt að ákvarða tollverð innflutningsvöru skv. 8. gr. og það sem bæta skal við tollverð samkvæmt ákvæðum 9. gr.
    Ráðherra er með sama hætti heimilt að setja reglur um mat á vörum til tollverðs og málsmeðferðarreglur þegar ástæða þykir til að draga í efa sannleiksgildi vörureiknings og annarra þeirra atriða sem um ræðir í 8. gr. og þess sem bæta skal við tollverð samkvæmt ákvæðum 9. gr.

5. gr.

    2. mgr. 12. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 96/1987, fellur niður.

6. gr.

    Í VII. kafla laganna kemur ný grein, 50. gr. A, er verður svohljóðandi:
    Ef grunur leikur á að innflutningur eigi sér stað á vöru sem brýtur gegn hugverkarétt indum er tollstjóra heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vörunnar á meðan rétthafi leitar bráðabirgðaaðgerða hjá þar til bærum yfirvöldum og í framhaldi af þeim hef ur málarekstur fyrir dómstólum. Eftirfarandi skilyrði eru fyrir heimild tollstjóra:
     a .     að rétthafi leggi fram skriflega beiðni til tollstjóra um að tollafgreiðslu verði frestað og skuldbindi sig til að greiða þann kostnað sem leiði af aðgerðum tollyfirvalda,
     b .     að rétthafi leggi fram sönnun þess að hugverkaréttindi njóti verndar hér á landi, að hann sé handhafi þess réttar og að innflutningur vörunnar muni brjóta á rétti hans; hann skal jafnframt leggja fram nógu nákvæma lýsingu á vörunni til að tollyfirvöld geti borið kennsl á hana,
     c .     að rétthafi leggi fram tryggingu í formi fjárgreiðslu, eða með öðrum þeim hætti er tollstjóri telur fullnægjandi, er nægi til að greiða kostnað tollyfirvalda af aðgerðum og bæta rétthafa, eiganda eða innflytjanda vörunnar það tjón eða kostnað sem óréttmæt frestun tollafgreiðslu kann að hafa í för með sér.
    Hafi fullnægjandi gögn verið lögð fram er tollstjóra heimilt að fresta tollafgreiðslu vör unnar í allt að 10 virka daga. Hann skal þegar í stað tilkynna bæði rétthafa og eiganda vör unnar eða innflytjanda um ákvörðun sína. Hafi rétthafi eigi innan framagreinds frests hafist handa við að leita réttar síns hjá þar til bærum yfirvöldum, og tilkynnt tollyfirvöldum slíkt skriflega, er heimilt að tollafgreiða sendinguna. Heimilt er að framlengja framangreindan frest um 10 virka daga ef sérstakar ástæður mæla með því.
    Tollstjóri getur að eigin frumkvæði ákveðið frestun tollafgreiðslu þegar hann hefur í höndum sönnun þess að varan brjóti gegn hugverkaréttindum. Skal hann tilkynna rétthafa um ákvörðun sína með skriflegum hætti þegar í stað og gefa honum frest í 3 virka daga frá móttöku bréfs til að fara fram á frestun tollafgreiðslu skv. 1. mgr. Geri rétthafi ekki tíman lega kröfu um frestun er heimilt að tollafgreiða vöruna.
    Ef beiðni um bráðabirgðagerð er synjað eða dómstóll hafnar því að um brot á hugverka rétti sé að ræða skal tollstjóri afturkalla ákörðun sína um frestun tollafgreiðslu. Nú er með dómi kveðið á um að um brot á hugverkarétti sé að ræða og í dóminum er eigi mælt fyrir um ráðstöfun vörunnar og er þá tollyfirvaldi heimilt að farga vörunni eða að ráðstafa henni á annan þann hátt sem ekki brýtur á rétti rétthafa. Hafi dómi verið áfrýjað skal fresta förg un eða ráðstöfun vöru þar til niðurstöður liggja fyrir.
    Ákvæði þessarar greinar eiga ekki við um vörur í litlu magni í farangri ferðamanna eða litlar vörusendingar, enda sé ekki um innflutning í viðskiptaskyni að ræða. Einnig eru undanskildar vörur sem settar hafa verið á markað í öðru landi af rétthafa eða með hans samþykki og vörur í umflutningi.
    Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um frestun tollafgreiðslu. Hann getur jafn framt gert rétthafa að greiða geymslukostnað og þann kostnað sem tollyfirvöld hafa af framangreindum ráðstöfunum. Ráðherra getur ákveðið að framangreind ákvæði taki til út flutnings á vörum.

7. gr.

    120. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Þegar svo stendur á er greinir í 5. gr. samningsins um landbúnað í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, varðandi einhverjar af þeim vör um, sem tilgreindar eru í viðauka IIA við tollalög, nr. 55/1987, og þar eru merktar SSG að:
     a .     innflutt magn fer yfir mörk þau er tilgreind eru í 5. gr. tilvitnaðs samnings um landbúnað; eða, en þó ekki á sama tíma:
     b .     innflutningsverð vörunnar fellur niður fyrir tiltekin mörk, sbr. skilgreiningu í 5. gr. samningsins um landbúnað, skal, þrátt fyrir ákvæði 1. og 3. mgr. 4. gr., tollur á við komandi vöru vera hámarkstollur samkvæmt tollabindingu í viðauka IIA að viðbætt um viðbótartolli skv. 5. mgr. 5. gr. samningsins um landbúnað.
    Viðbótartollar skulu að öðru leyti taka mið af skilyrðum 5. gr. samningsins um land búnað. Tollur samkvæmt þessari grein kemur aðeins til framkvæmda að landbúnaðarráð herra hafi ákveðið að beita 5. gr. samningsins um landbúnað og gefið út reglugerð þar að lútandi.

8. gr.

    Á 120. gr. A laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 18/1993, verða eftirfarandi breytingar:
     a .     2. málsl. 1. mgr. fellur niður.
     b .     Í 2. mgr. breytist tilvísun í 1. málsl. 1. mgr. í tilvísun í 1. mgr.

9. gr.

    Framan við 122. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar. Aðrar málsgreinar færast til sem því nemur og tilvísanir þeirra í 1. mgr. verða tilvísanir í 1. og 3. mgr. Hinar nýju máls greinar verða svohljóðandi:
    Ráðherra er heimilt að setja almennar upprunareglur er gildi við innflutning og útflutning vöru.
    Við setningu upprunareglna skal samráð eftir atvikum haft við iðnaðar- og viðskipta ráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Reglurnar skulu grundvallaðar á eftirfarandi meginreglum:
     a .     Þegar viðmiðun um breytingu á tollflokkun er beitt skal tilgreina nákvæmlega undirliði og vöruliði þeirrar tollnafnaskrár sem notuð er.
     b .     Þegar miðað er við hundraðshluta af verðmæti skal tilgreina reikningsaðferðir.
     c .     Þegar miðað er við framleiðslu eða aðvinnsluaðferðir skal skýra nákvæmlega frá aðferðum sem gefa til kynna uppruna viðkomandi vöru.
    Upprunareglur skal birta með reglugerð. Ráðherra er jafnframt heimilt að kveða á um að tollyfirvöld veiti innflytjendum, útflytjendum og aðilum sem hagsmuna eiga að gæta bindandi álit um uppruna vöru. Álitið skal veita eins fljótt og hægt er og eigi síðar en 150 dögum eftir að beiðni var lögð fram. Slíku áliti má skjóta til ríkistollanefndar.
    

10. gr.

    Á tollskrá í viðauka I við tollalög verða breytingar eins og greinir í viðauka I með lögum þessum.

11. gr.

    Við lögin bætist nýr viðauki, viðauki II, tollabindingar, er skiptist í A og B hluta og er hann að finna í viðauka II með lögum þessum.

12. gr.

    Við lögin bætist nýr viðauki, viðauki III, er skiptist í A og B hluta, yfir tollkvóta sem skylt er að úthluta og er hann að finna í viðauka III með lögum þessum.

13. gr.

    Við lögin bætist nýr viðauki, viðauki IV er skiptist í A og B hluta, yfir tollkvóta sem heim ilt er að úthluta og er hann að finna í viðauka IV með lögum þessum.

II. KAFLI

Um breyting á lögum um framleiðslu,

verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

14. gr.

    Eftirfarandi ákvæði falla niður:
     1 .     C- og d-liðir 1. mgr. 30. gr.,
     2 .     2. mgr. og 3. mgr. 30. gr.

15. gr.

    31. gr. laganna orðast svo:
    Andvirði tolla af innfluttu fóðri og hráefnum í það í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár í viðauka I við tollalög, nr. 55/1987, skal renna í sérstakan sjóð, fóðursjóð, sem skal vera í vörslu landbúnaðarráðherra.
    Landbúnaðarráðherra er heimilt að greiða innflytjendum eða kaupendum fóðurs fé úr fóð ursjóði sem samsvarar tollum þeim sem þeir hafa greitt við innflutning vörunnar eða fóður kaup. Þá er enn fremur heimilt að greiða framleiðendum búvara fé úr fóðursjóði eftir afurða magni. Ráðherra getur falið Framleiðsluráði landbúnaðarins að annast greiðslur samkvæmt þessari grein og skal þá Ríkisendurskoðun endurskoða reikninga sjóðsins.
    Ráðherra setur reglugerð um starfsemi fóðursjóðs og tilhögun greiðslna.

16. gr.


    32. gr. laganna fellur niður.

17. gr.

    33. gr. laganna orðast svo:
    Eftirstöðvar tekna fóðursjóðs eftir greiðslur samkvæmt ákvæðum 31. gr. skulu renna í Framleiðnisjóð landbúnaðarins.
    Framleiðnisjóður skal, að fenginni staðfestingu landbúnaðarráðherra, ráðstafa umræddu fé sem lánum eða framlögum til eflingar nýrra viðfangsefna í landbúnaði og til stuðnings við búgreinar og breytingar búskaparhátta á lögbýlum.

18. gr.

    52. gr. laganna orðast svo:
    Innflutningur landbúnaðarvara frá ríkjum, sem staðfest hafa aðild sína að samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, skal vera óheftur nema önnur lög takmarki. Með þeim takmörkunum sem leiðir af ákvæðum fríverslunar- og annarra milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að er landbúnaðarráðherra heimilt að takmarka innflutning landbúnaðarvara frá ríkjum utan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar á vörum þeim er greinir í viðaukum I og II með lögum þessum.

19. gr.

    53. gr. laganna verður svohljóðandi:
    Landbúnaðarráðherra úthlutar tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IIIA og B við tollalög, nr. 55/1987, á þeim tollum sem tilgreindir eru í 6. gr. A í tollalögum.
    Úthlutun tollkvóta skal, eftir því sem við getur átt, vera í samræmi við samninginn um málsmeðferð við veitingu innflutningsleyfa sem birtur er í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
    Umsókn um tollkvóta má aðeins taka til greina að umsækjandi hafi heildsöluleyfi. Heimilt er að skipta tollkvótum upp í einingar. Tollkvótum skal úthlutað til ákveðins tíma, allt að einu ári í senn. Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal hlut kesti ráða úthlutun nema sérstakar ástæður mæli með öðru. Endurúthluta má tollkvótum sem ekki eru nýttir innan þess frests sem tilgreindur er við úthlutun kvótans. Heimilt er í stað út hlutunar á tollkvóta að veita almenna heimild til innflutnings á þeim tollum sem um tollkvót ana gilda.
    Um viðurlög við misnotkun tollkvóta í því skyni að fá ívilnun í tolli eða sköttum við inn flutning á vörum sem ekki falla undir tollkvótann skal fara skv. XIV. kafla tollalaga, nr. 55/1987. Heimilt er að synja þeim um úthlutun tollkvóta sem gerst hefur sekur um misnotkun.
    Landbúnaðarráðherra birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tollataxtar, viðurlög við misnotkun og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.

20. gr.

    Við bætist ný grein sem verður 53. gr. A laganna, svohljóðandi:
    Landbúnaðarráðherra er heimilt að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IVA og B við tollalög, nr. 55/1987, á þeim tollum sem tilgreindir eru í 6. gr. A í tollalögum. Getur hann ákveðið hverju sinni hvaða tolltöxtum 3. og 4. gr. tilvitnaðra laga er beitt. Úthlutun tollkvóta skal eftir því sem við getur átt fara eftir ákvæðum 53. gr.
    Ráðherra getur ákveðið að tollkvóti í viðauka IVB, sem við úthlutun ber lægri toll en kveð ið er á um í 2. mgr. 6. gr. A tollalaga, komi til frádráttar tollkvóta í viðauka IIIB. Skerðir þá kvótinn ekki úthlutunarheimildir samkvæmt þessari grein.
    Landbúnaðarráðherra birtir í reglugerð þær reglur, sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tolla taxtar, viðurlög við misnotkun, sbr. 4. mgr. 53. gr., og aðrir skilmálar, sem um innflutninginn skulu gilda.

21. gr.

    Á 72. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 34/1994, verða eftirfarandi breytingar:
     a .     1. mgr. orðast svo:
                  Landbúnaðarráðherra er heimilt, til þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra og inn fluttra vara, að leggja verðjöfnunargjöld á innfluttar vörur úr viðaukum I og II með lögum þessum, sem unnar eru úr landbúnaðarhráefnum, sem jafnframt eru framleiddar hér á landi og sem heimilt er að leggja verðjöfnunargjöld á samkvæmt ákvæðum í fríverslunar- og öðrum milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.
     b .     7. mgr. fellur brott.

22. gr.

    2. mgr. 73. gr. laganna fellur brott.

    

23. gr.


    Við lögin bætist ný grein, 74. gr., sem orðast svo:
    Landbúnaðarráðherra getur ákveðið að lagður verði á tollur samkvæmt ákvæðum 120. gr. tollalaga við innflutning á þeim vörum sem vísað er til í 1. mgr. 5. gr. samningsins um land búnað í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar og merktar eru SSG í viðauka IIA í tollalögum. Ráðherra setur reglugerð þar sem m.a. skal kveðið á um þær vörur sem álagningin tekur til, viðmiðanir um verð og magn skv. a- og b-liðum 1. mgr. 5 gr. samningsins um landbúnað.

    

24. gr.


    Við lögin bætist ný grein, 75. gr., sem orðast svo:
    Landbúnaðarráðherra skipar þriggja manna nefnd sem skal vera til ráðuneytis um ákvæði laga þessara um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Einn skal skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar, annar skal tilnefndur af fjármálaráðherra og sá þriðji skal tilnefndur af viðskiptaráðherra. Varamenn skal skipa með sama hætti.
    Nefndin skal vera landbúnaðarráðherra til ráðuneytis um neðangreind atriði:
     a .     Úthlutun tollkvóta skv. 53. gr. og 53. gr. A.
     b .     Ákvörðun verðjöfnunargjalda við inn- og útflutning skv. 72. og 73. gr.
     c .     Beitingu viðbótartolla skv. 74. gr.
    Nefndin skal afla allra upplýsinga um verð á viðkomandi landbúnaðarvörum innan lands og utan, framleiðslumagn, innflutning og útflutning og annað sem nauðsynlegt er vegna starfa hennar og gera tillögur til landbúnaðarráðherra um þau verkefni sem henni eru falin með lög um þessum.
    

III. KAFLI

Um breyting á lögum nr. 51/1981, um varnir gegn sjúkdómum

og meindýrum á plöntum.

25. gr.

    2. mgr. 3. gr. laganna, sbr. lög nr. 59/1990, verður svohljóðandi:
    Til þess að standa straum af kostnaði við eftirlit með plöntum samkvæmt lögum þessum er ráðherra heimilt að láta innheimta eftirlitsgjald vegna innflutnings á plöntum og vegna dreifingar innan lands og útflutnings á innlendum plöntum. Eftirlitsgjaldið má taka lögtaki. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, gjalddaga, lögvernd og annað er lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldsins.

IV. KAFLI

Um breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.

26. gr.

    10. gr. laganna orðast svo:
    Til að hindra að dýrasjúkdómar berist til landsins er óheimilt að flytja til landsins eftirtald ar vörutegundir:
     a .     Hey, hálm, alidýraáburð, gróðurmold og rotmassa blandað alidýraáburði, hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, unnar og óunnar, ósótthreinsuð hrá skinn og húðir, kjötmjöl, beina mjöl, fóðurvörur unnar úr afurðum eða úrgangi spendýra og fugla sem ekki hafa hlotið viðeigandi hitameðferð, blóð og blóðvatn, ógerilsneydda mjólk eða vörur unnar úr henni og hrá egg.
     b .     Ull, notaða poka eða aðrar umbúðir, óhreinan fatnað og tuskur, fiður, fjaðrir, dún, stráteppi, strákörfur og óunnið dýrahár, enn fremur notaðan reiðfatnað, reiðtygi og annað sem notað hefur verið við geymslu og flutninga á dýrum og dýraafurðum.
     c .     Hvers konar notaðan búnað til stangveiði.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er landbúnaðaráðherra heimilt að leyfa innflutning á vörum þeim sem taldar eru upp í a–c-liðum að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum. Um framkvæmd þessarar greinar fer eftir ákvæðum samningsins um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
    Heimilt er landbúnaðarráðherra, að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, að leyfa í rann sóknarskyni innflutning á vörutegundum sem upp eru taldar í a-lið 1. mgr. Ef hey eða hálmur er notað sem pökkunarefni fyrir aðra vöru sem flutt er inn og ekki er háð sérstöku leyfi má flytja heyið eða hálminn inn án leyfis ef telja má að slíkt pökkunarefni hafi ekki smithættu í för með sér. Þá getur ráðherra ákveðið með reglugerð að ákvæði 1. mgr. skuli ekki gilda fyrir einstakar vörutegundir sem þar eru taldar upp ef varan sótthreinsast við tilbúning eða sérstök sótthreinsun er framkvæmd fyrir innflutning og vörunni fylgir vottorð um uppruna, vinnslu og sótthreinsun.
    Landbúnaðarráðherra er heimilt að banna með auglýsingu innflutning á öðrum vörum sem hætta telst á að smitefni geti borist með.

V. KAFLI

Önnur ákvæði.

27. gr.

    Lög um tilbúning og verslun með smjörlíki o.fl., nr. 32/1933, falla úr gildi.

28. gr.

    Lög um innflutningsbann á niðursoðinni mjólk og þurrmjólk, nr. 88/1949, falla úr gildi.

29. gr.

    Ákvæði 2. gr. og ákvæði til bráðabirgða í lögum um innflutning, nr. 88/1992, falla úr gildi.

VII. KAFLI

Gildistaka.

30. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1995. Ákvæði þeirra skulu taka til allra þeirra vara sem þá eru ótollafgreiddar, þó ekki vara sem afhentar hafa verið með bráðabirgðatollafgreiðslu.
    

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Úthluta skal tollkvótum samkvæmt lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. viðauka IIIA við tollalög, nr. 55/1987, í fyrsta sinn frá og með gildistöku laga þessara, í hlutfalli við þann tíma sem eftir er af árinu 1995. Að svo miklu leyti sem inn flutningur samkvæmt tollkvóta fer fram á tilteknum tímabilum þá skal telja innflutning frá og með þeirri dagsetningu sem ákveðin er skv. 4. mgr. 53. gr. búvörulaga. Tollkvótar skulu aug lýstir lausir til umsóknar fyrir 1. ágúst 1995 og skal fyrsta úthlutun fara fram fyrir 15. septem ber 1995.

II.


    Fóðurgjald sem innheimt hefur verið skv. 30. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verð lagningu og sölu á búvörum, og hefur við gildistöku laga þessara ekki verið ráðstafað, skal renna í fóðursjóð, sbr. 31. gr. tilvitnaðra laga. Þessi ráðstöfun skal þó eigi skerða endur greiðslurétt þeirra aðila sem eiga rétt á endurgreiðslum vegna fóðurs sem tollafgreitt var fyrir gildistöku laganna.

VIÐAUKAR



(Viðauki I: REPRÓ 30 bls.)


(Viðauki IIA: REPRÓ 80 bls.)


(Viðauki IIB: REPRÓ 195 bls.)


(Viðauki IIIA: REPRÓ 2 bls.)


(Viðauki IIIB: REPRÓ 25 bls.)


(Viðauki IVA: REPRÓ 2 bls.)


(Viðauki IVB: REPRÓ 2 bls.)


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


I. Inngangur.


    Frumvarp þetta er lagt fram í framhaldi af samþykkt Alþingis 28. desember 1994 á þings ályktunartillögu um að heimila ríkisstjórninni að fullgilda samninginn um stofnun Alþjóðavið skiptastofnunarinnar, sem undirritaður var af Íslands hálfu í Marakess í Marokkó, 15. apríl 1994. Fullgildingarskjöl voru afhent í árslok 1994. Samningurinn tók gildi 1. janúar 1995. Samninginn ásamt viðaukum hans er að finna í þingskjali nr. 269, 118. löggjafarþing 1994–95.
    Þann 3. mars 1994 skipaði forsætisráðherra samstarfsnefnd fimm ráðuneyta til að undirbúa nauðsynlegar breytingar á löggjöf um innflutning og vöruviðskipti sem leiðir af fullgildingu samningsins. Þau ráðuneyti sem áttu fulltrúa í nefndinni voru forsætisráðuneyti, fjármálaráðu neyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Frumvarp það sem hér er lagt fram er unnið af nefndinni og starfsmönnum hennar. Ýmis önnur frumvörp um breytingar á lögum vegna aðildarinnar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni verða lögð fram sérstaklega.

a.     GATT og Alþjóðaviðskiptastofnunin.
    Upphaf Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar má rekja til stofnráðstefnu Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Bretton Woods í Bandaríkjunum árið 1944. Þar var gert ráð fyrir því að stofnuð yrði alþjóðleg viðskiptastofnun, International Trade Organization (ITO).
    Afrakstur síðari samningaviðræðna voru þrír samningar, einn um stofnun ITO, annar laut að skuldbindingum um hámark tolla (tollabindingar) og sá þriðji var almennur samningur um tolla og viðskipti (General Agreement on Tariffs and Trade), hér nefndur GATT 1947. Gildis töku samningsins um stofnun ITO var frestað vegna tafa hjá Bandaríkjamönnum. Ríkin ákváðu að slíkt skyldi ekki hafa áhrif á framkvæmd hinna samninganna tveggja um tollabindingar og almenna samkomulagið um tolla og viðskipti og voru þeir látnir taka gildi með sérstakri bráðabirgðabókun meðan beðið var samþykktar ITO-samningsins á Bandaríkjaþingi. Samning inn dagaði hins vegar uppi á þinginu og þar eð aðrir samningsaðilar töldu alþjóðlega við skiptastofnun án aðildar Bandaríkjamanna til lítils varð ekkert úr aðild þeirra heldur. GATT og listarnir yfir tollabindingar sem upphaflega var aðeins ætlað að vera fylgisamningar við stofnsamning ITO giltu áfram á grundvelli bráðabirgðabókunarinnar án þess að viðskiptastofn unin tæki til starfa. Þróunin varð sú að skrifstofa GATT þjónaði í reynd að ýmsu leyti sem þessi stofnun og í tímans rás mótuðu samningsaðilarnir reglur um ákvarðanatöku og lausn deilumála.

b.     GATT 1947–1994.
    Reglur GATT eru jafnréttisreglur sem ætlað er að stuðla að frjálsari viðskiptaháttum og aukinni samkeppni en banna þó ekki vernd fyrir innanlandsframleiðslu. Eitt af grundvallar markmiðum GATT er að verndin sé í formi tolla en ekki annarra verndaraðgerða. GATT er því ekki fríverslunarsamningur heldur er gert ráð fyrir því að aðildarríkin beiti tollum allt að því marki sem heimilað er í listunum yfir tollabindingar. Reglur samningsins lúta að álagningu tolla og gjalda, tollmeðferð vöru, jafnréttiskjörum við álagningu óbeinna skatta, magntak mörkunum á innflutningi, álagningu undirboðs- og jöfnunartolla o.fl.
    Bestukjarareglan
1 (Most-Favoured-Nation Principle — MFN reglan) er oft kölluð hornsteinn GATT. Hún er jafnréttisregla sem tryggir jafnan rétt samningsaðila hvað varðar tolla og tollmeðferð vöru. Þannig geta Íslendingar ekki haft lægri tolla á bílum frá Japan en frá öðr um GATT-ríkjum. Bestu kjör eins ríkis varðandi markaðsaðgang verða sjálfkrafa kjör allra hinna.
    Mikilvæg undantekning frá þessari reglu eru ákvæðin um myndun tollabandalaga og frí verslunarsvæða 2 sem heimila samningsaðilunum að uppfylltum vissum skilyrðum að veita hver öðrum betri kjör en veitt eru með MFN-reglunni.
    GATT var beitt til bráðabirgða í nær hálfa öld og það var ekki fyrr en við gildistöku samn ingsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina, WTO, að bókunin um bráðabirgðabeitingu GATT féll niður. Þessi bókun varð þess valdandi að áhrif GATT á landslög aðildarríkjanna urðu minni en ella þar sem víðtækar undanþágur voru heimilaðar frá beitingu samningsins (þó ekki frá MFN-reglunni). Skýringin er sú að meðan beðið var samþykktar ITO-samningsins var GATT 1947 og skuldbindingunum um tollabindingar komið í framkvæmd í aðildarríkjunum með þeim fyrirvara að ekki þyrfti að aðlaga innlenda löggjöf að reglum GATT 1947 fyrr en allir þrír samningarnir tækju gildi. Ekki mátti þó taka upp ný höft í landslög. Markmiðið var að að ildarríkin gætu síðar farið með alla þrjá samningana samtímis fyrir þjóðþing sín.
    Þar sem ITO-samningurinn kom aldrei til framkvæmda kom aldrei til þess að GATT 1947 hlyti þinglega meðferð í fjölmörgum samningsríkjum og ýmsum höftum á milliríkja viðskiptum sem fyrir fundust í landslögum var við haldið þó svo að þau væru að efni til and stæð samningsákvæðum. Síðari aðilar að samningnum nutu sömu kjara og þurftu því ekki við aðild að laga lög sín að reglum hans.
    Víðtækar undanþágur voru í ákvæðum samningsins vegna viðskipta með landbúnaðar vörur 3 , sérstakar undanþágur veittar af samningsaðilunum á grundvelli XXV. gr. 4 og samningsaðilar höfðu tilhneigingu til að undanskilja landbúnaðarvörur í tollalækkunarviðræðum. Einnig komu til nýjar tegundir viðskiptahindrana sem ákvæði samningsins náðu ekki til. Samningsaðilar gátu valið hvort þeir gerðust aðilar að ýmsum sérsamningum GATT sem um var samið í viðskiptalotum 7. og 8. áratugsins. Þetta allt varð til þess að veikja framkvæmdina enn frekar.
    Ísland gerðist aðili að GATT árið 1968 og er GATT 1947 birtur í C-deild Stjórnartíðinda 1968 ásamt ívilnanalista sem í eru skráðar þær tollabindingar sem Ísland bauð við inngönguna.

c.     Viðskiptalotur GATT.
    Frá upphafi hefur GATT staðið fyrir sérstökum viðræðum, svonefndum viðskiptalotum, í þeim tilgangi að stuðla að auknu viðskiptafrelsi og vinna að þróun GATT 1947. Í fyrstu lot unum var haldið áfram að lækka tollabindingar 5 aðildarríkjanna sem samist hafði um við stofnun GATT og við aðild nýrra ríkja.
    Í síðari lotum var byrjað að endurskoða, útfæra og útvíkka hinar upprunalegu reglur GATT 1947. Þetta á einkum við um Tókíóviðræðurnar og Úrúgvæviðræðurnar. Í Tókíóviðræðunum náðist samkomulag um tollabindingalækkanir og gerð ýmissa sérsamninga um viðskiptahindr anir og nánari túlkanir á ákvæðum GATT 1947. Sérsamningarnir voru um:
—    Undirboðstolla. Endurskoðaður eldri samningur frá Kennedy-viðræðunum (1964– 1967).
—    Niðurgreiðslur og jöfnunartolla.
—    Tæknilegar viðskiptahindranir.
—    Opinber útboð.
—    Tollverð.
    Aðildarríkjunum var í sjálfsvald sett hvort þau gerðust aðilar að sérsamningunum. Ísland var ekki aðili að neinum þeirra en ákvæði tollalaga um undirboðs- og jöfnunartolla og tollverð voru þó að mestu leyti í samræmi við samningana.

d.     Úrúgvæviðræðurnar.

    Áttunda viðskiptalota GATT og jafnframt sú umfangsmesta hófst árið 1986 í Úrúgvæ. Við fangsefnum Úrúgvæviðræðnanna má skipta í fjóra meginþætti:
—     Opnun markaða. Þetta eru hin hefðbundnu viðfangsefni GATT er lúta að lækkun tollabindinga og afnámi viðskiptahindrana.
—     Endurskoðun reglna GATT. Samkomulög um túlkanir á GATT 1947 og endurskoðun sérsamninga frá fyrri viðskiptalotum, sbr. c-lið hér að framan. Endurskoðunin lýtur að því að gera reglurnar skýrari og virkari.
—     Ný svið efnahagsstarfsemi sem ekki voru áður undir GATT. Reglur settar um þjónustuviðskipti, vernd hugverkaréttinda og fjárfestingaráðstafanir í viðskiptum. Einnig verður að telja að samningurinn um landbúnað falli hér undir þar sem reglur GATT voru nánast óvirkar að því er laut að viðskiptum með landbúnaðarvörur.
—     Stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) ásamt endurbættu kerfi til lausnar deilumálum. Einnig var samið um þegar árið 1990 að gera athugun á viðskiptastefnu aðildarríkjanna með reglulegu millibili. Skyldi athugunin framkvæmd á grundvelli þágildandi GATT-reglna þar til WTO hæfi starfsemi. Viðskiptastefna Íslands var athuguð árið 1994 6 .
    Lokaskjal viðræðnanna var samningurinn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem fjallar um starfsemi og starfsreglur stofnunarinnar og myndar auk þess stofnanalegan ramma um hina ýmsu samninga sem gerðir voru í Úrúgvæviðræðunum. Um þetta er nánar fjallað í II. kafla.

e.     Alþjóðaviðskiptastofnunin og EES.
    Þátttökuríki Úrúgvæviðræðnanna voru 124 auk ESB. Skylduaðild er að öllum samningun um nema fjölþjóðaviðskiptasamningunum, sjá nánar yfirlitsmynd hér fyrir aftan. Samningarnir gilda um viðskipti á milli aðildarríkjanna. Mikilvægar undanþágur felast í XXIV. gr. GATT 1994 7 um tollabandalög og fríverslunarsvæði og í V. gr. GATS (samningsins um þjónustuviðskipti) um efnahagssamruna.
    Samkvæmt bestukjarareglu GATT 1994 mega aðildarríkin ekki gera upp á milli ríkja WTO þannig að einu ríki eða fleirum séu veitt betri tollakjör en öðrum. Á grundvelli fyrrnefndrar XXIV. gr. geta þó aðilar tollabandalaga og fríverslunarsamninga veitt hvor öðrum betri tolla kjör en samið hefur verið um í GATT. Þessi undanþága leiðir þannig til þess að reglur EES og annarra fríverslunarsamninga teljast vera sérreglur sem ganga framar reglum GATT. Dæmi um þetta er að samningurinn um undirboðs- og jöfnunartolla víkur fyrir reglum EES þegar um er að ræða viðskipti með vörur frá EES. Því verða undirboðs- og jöfnunartollar ekki lagðir á vörur sem falla undir EES-samninginn.

f.     Reglur GATT og umhverfismál.

    Það hefur vakið athygli að þó svo að samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fjalli ekki um umhverfismál er í inngangi stofnsamningsins yfirlýsing um samspil viðskipta og umhverf isverndar. Þar er því lýst yfir að aðilar samningsins viðurkenni að samskipti þeirra í verslun og viðskiptum skuli miða að því að bæta lífskjör, tryggja fulla atvinnu, vaxandi tekjur, eftir spurn og framleiðslu. Jafnframt skuli aðilar um leið miða að ákjósanlegri nýtingu auðlinda í samræmi við markmiðið um sjálfbæra þróun í því augnamiði að vernda og varðveita umhverf ið.
    Á ráðherrafundinum í Marakess var því síðan lýst yfir að á fyrsta ráðsfundi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar yrði stofnuð nefnd um viðskipti og umhverfi sem m.a. á að kanna tengsl umhverfisstefnu og viðskipta og athuga notkun umhverfisskatta, staðla o.fl. með tilliti til þeirra reglna er gilda um fjölþjóðleg viðskipti.
    Hugtakið sjálfbær þróun er sótt í yfirlýsinguna frá umhverfisráðstefnunni í Ríó frá árinu 1992. Í Ríó-yfirlýsingunni er kveðið á um að ríki skuli setja lög um umhverfisvernd er byggi m.a. á varúðarreglunni, mengunarbótareglunni og koma skuli í veg fyrir flutninga til annarra ríkja á efnum og starfsemi sem valda varanlegu umhverfistjóni eða teljist skaðleg heilsu manna. Þessar reglur geta m.a. falið í sér mengunarskatta og viðskiptahöft. Það er jafnframt tekið fram í yfirlýsingunni að mörkun viðskiptastefnu með tilliti til umhverfismála megi ekki fela í sér duldar viðskiptahindranir.
    Því hefur verið haldið fram að strangar reglur um afnám tolla og viðskiptahindrana torveldi ríkjum heims að leggja álögur á megnunarvaldandi efni og hindra innflutning á vörum sem eru framleiddar við umhverfisspillandi skilyrði og á dýrategundum í útrýmingarhættu. Í þessu sambandi hefur því gjarnan verið haldið fram að gerðardómar GATT túlki of þröngt XX. gr. samningsins um heimildir ríkja til að hindra innflutning vegna sjónarmiða um vernd umverfis eða náttúruauðlinda. Á móti hefur því verið haldið fram að aðildarríkin hafi sum hver freistast til þess að dulbúa viðskiptahindranir til verndar innlendum iðnaði sem náttúruverndaraðgerðir. Þannig hafi þau t.d. hindrað innflutning á afurðum náttúruauðlinda frá öðrum ríkum án þess að setja neinar takmarkanir á sambærilega nýtingu eigin auðlinda sem þó er gert að skilyrði í XX. gr. GATT.
    Þegar athugaðir eru gerðardómar GATT frá undanförnum árum sem fjalla að einhverju leyti um umhverfissjónarmið kemur í ljós að viðskiptahindranir sem eiga rót sína að rekja til alþjóðasamninga um verndun ósónlagsins, verndun dýra í útrýmingarhættu og takmörkunum við flutningi á úrgangi hafa aldrei komið til umfjöllunar gerðardóms GATT. Framangreindir samningar gera allir ráð fyrir beitingu innflutningshindrana. Í gerðardómum sem metið hafa viðskiptahindranir andstæðar GATT hefur alltaf verið um að ræða einhliða ákvörðun viðkom andi ríkis, þ.e. ekki með stoð í alþjóðasamningi, um að hindra innflutning og í öllum tilvikum hefur verið talið að ríkið hafi ekki gert samsvarandi ráðstafanir til að hindra viðskipti með inn lenda framleiðslu. Niðurstöður gerðardóma hafa því byggst á því að um mismunun hafi verið að ræða þannig að innlendri framleiðslu hefur verið gert hærra undir höfði en innfluttri.
    Þegar litið er til túlkunar gerðardóma á öðrum ákvæðum samningsins, svo sem I., II. og III. gr. um álagningu tolla og skatta, reglur um jafnréttiskjör o.fl., virðist jafnframt ljóst að svig rúm er til notkunar hagrænna stjórntækja m.a. til að skattleggja umhverfisspillandi vörur enda feli slík skattlagning ekki í sér mismunun á innfluttri vöru og innlendri framleiðslu.

II.


Lagabreytingar vegna framkvæmdar samningsins


um Alþjóðaviðskiptastofnunina.


a.     Samningurinn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
    Samningurinn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnnar fjallar um starfsemi og starfs reglur stofnunarinnar og myndar auk þess ramma um hina ýmsu samninga sem gerðir voru í Úrúgvæviðræðunum. Ráðherrar aðildarríkjanna munu fara með æðstu völd stofnunarinnar og hittast a.m.k. annað hvert ár. Einnig starfar aðalráð sem í sitja fastafulltrúar aðildarríkjanna.
    Hlutverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar er:
—    Að auðvelda framkvæmd, stjórnun og beitingu stofnsamningsins og alþjóðasamninganna um vöruviðskipti (GATT 1994 og sérsamninga um vöruviðskipti), almenna samningsins um þjónustuviðskipti og samningsins um hugverkarétt í viðskiptum. Enn fremur að vera rammi um framkvæmd, stjórnun og beitingu fjölþjóðaviðskiptasamninganna 8 .
—    Að vera vettvangur samningaviðræðna á milli aðildarríkjanna um alþjóðleg viðskiptatengsl þeirra innan ramma samninganna eða eftir ákvörðun ráðherra.
—    Að sjá um framkvæmd á samkomulagi um reglur og málsmeðferð við lausn deilumála.
—    Að sjá um framkvæmd á heildarathugun á viðskiptastefnu.
—    Að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann og stofnanir sem tengjast honum í því skyni að ná fram auknu samræmi í stefnumótun efnahagsmála.
b.     Efndir samningsskuldbindinganna.
    Sem fyrr greinir tók samningurinn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar gildi 1. janúar 1995. Fullgilding samningsins kallar á ýmsar lagabreytingar einkum á tolla- og búvörulög um. Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt skrifstofu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hvenær fullar efndir landbúnaðarsamningsins geti hafist. Samkvæmt því munu tollaskuldbindingar og skuld bindingar um tollkvóta koma til framkvæmda 1. júlí 1995 að því tilskildu að nauðsynlegar lagabreytingar hafi þá verið gerðar. Efndir landbúnaðarsamningsins er lúta að innanlands stuðningi hófust 1. janúar sl. og skuldbindingar um útflutningsbætur hefjast 1. september nk. Ekki er þörf mikilla lagabreytinga vegna þeirra en stefnt er að fullum efndum frá og með 1. júlí nk.




MYNDRIT REPRÓ



    Nefnd sú sem skipuð var af forsætisráðherra til að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar hefur yfirfarið samningana og borið þá saman við innlenda löggjöf. Nefndin telur að gera þurfi lagabreytingar á tveimur sviðum er varða inn- og útflutning. Í fyrsta lagi er þörf á skýrari reglum er lúta að tollmeðferð, álagningu tolla og stöðvun tollafgreiðslu vegna brota á hugverka rétti, auk þess sem tollar á ýmsum vörum verði lækkaðir. Í öðru lagi verði innflutningshöftum og sérgjöldum á landbúnaðarvörur breytt í venjulega tolla, settar reglur um innflutning á land búnaðarvörum samkvæmt skuldbindingum um tollkvóta og framkvæmd heilbrigðisreglna vegna innflutnings dýra og plantna breytt.
    Framangreint kallar á að lagaákvæði og hugtök verði aðlöguð meginreglum GATT og að þau ákvæði er brjóta í bága við samningana verði felld úr gildi. Enn fremur að settar verði í lög heimildir til setningar stjórnvaldsreglna er byggi efnislega á sérsamningunum um vöruvið skipti. Þetta á einkum við um reglur er lúta að samskiptum einstaklinga við ríkisvaldið í sam bandi við tollmeðferð á vöru.
    Þessir samningar eru grundvöllur lagabreytinganna:
     1 .     Hinn almenni samningur um tolla og viðskipti með umsömdum túlkunum og bókunum (GATT 1994). Tollalækkunartilboðið og landbúnaðartilboðið eru í bókunum.
     2 .     Samningurinn um landbúnað.
     3 .     Samningurinn um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna.
     4 .     Samningurinn um tollverð.
     5 .     Samningurinn um upprunareglur.
     6 .     Samningurinn um málsmeðferð við beitingu innflutningsleyfa.
     7 .     Samningurinn um hugverkarétt í viðskiptum.     
    Breyta þarf eftirfarandi lögum:
         Lögum nr. 51/1981, um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum.
         Lögum nr. 55/1987, tollalögum.
         Lögum nr. 88/1992, um innflutning.
         Lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
    Eftirfarandi lög falla úr gildi:
         Lög nr. 32/1933, um tilbúning og verslun með smjörlíki.
         Lög nr. 88/1949, um innflutningsbann á niðursoðinni mjólk og þurrmjólk.

III.


Tollabindingar, tollalækkanir og reglur um tollmeðferð



og álagningu tolla á innfluttar vörur.


a.     Skrár yfir tollabindingar verða hluti af tollalögum.
    Tollabinding er það hámark sem hvert aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hefur samið um að skuli vera á tollum í því landi. Við aðild skal hvert ríki leggja fram skrá yfir tollabindingar, öðru nafni ívilnanalista. Þessar skrár eru óaðskiljanlegur hluti hins almenna samnings um tolla og viðskipti. Skrárnar eru síðan grundvöllur tollalækkanaviðræðna. Lagt er til að íslenska skráin 9 verði hér eftir hluti af tollalögum, sem viðauki II. Hún skiptist í tvo hluta, landbúnaðarvörur, viðauki IIA, og iðnaðarvörur, viðauki IIB. Um er að ræða heildarskrá sem samanstendur af þeim tollabindingum sem um samdist í Úrúgvæviðræðunum, þ.e. tilboði Íslands, og þeim eldri tollabindingum sem ekki breyttust í þessum viðræðum.

b.     Lækkanir á tollabindingum — lækkanir á tollum.

    Tollabindingar íslenska ívilnanalistans, en ekki tollar íslensku tollskrárinnar, voru grund völlur tollalækkana á iðnaðarvörum og fiski sem um samdist í Úrúgvæviðræðunum. Á vörum sem voru áður óbundnar voru rauntollar sem í gildi voru 1. september 1986 notaðir sem grunn ur fyrir lækkun. Sérstök ákvæði landbúnaðarsamningsins heimiluðu að tollabindingar á land búnaðarvörum sem um hafði samist í fyrri viðræðum væru hækkaðar. Þetta er einsdæmi og á sér skýringar í sérákvæðum landbúnaðarsamningsins um heimildir til útreikninga á tollígildum við breytingu innflutningshafta og sérgjalda í tolla. Um þetta verður fjallað nánar í IV. kafla.
    Eitt af markmiðum Úrúgvæviðræðnanna var að ná fram þriðjungs lækkun tollabindinga á iðnaðarvörum, þar með töldum fiski og fiskafurðum, og fól tilboð Íslands í sér að vegnu með altali 37% lækkun. Bindingarnar lækkuðu úr 18,2% í 11,5% að vegnu meðaltali. 10 Bundnum tollnúmerum var fjölgað og eru nú u.þ.b. 94% allra tollnúmera bundin í stað 83% áður. Þess skal þó getið að þau óbundnu tollskrárnúmer sem um er að ræða, þ.e. 6%, taka til varnings sem samsvarar u.þ.b. 35% alls innflutnings. 11
    Meðaltal rauntolla 12 samkvæmt tollskrá er tiltölulega lágt eða 3,7%. Þar sem meðaltal tollabindinga er þó nokkuð hærra eða 11,5% er enn töluvert svigrúm til álagningar tolla. Nið urstöður samningaviðræðnanna munu því ekki leiða til eiginlegra tollalækkana nema í örfáum tilvikum. Helstu lækkanir eru eftirfarandi:
—    Fiskur, krabbadýr o.þ.h. niðurlagt og varið skemmdum í vöruliðum 1604 og 1605 í tollskrá. Tollur lækkar úr 20% í 10%.
—    Gólfklæðningarefni úr viði (parket o.þ.h.) í 44. kafla tollskrár. Tollur er 5%. Verður felldur niður. Til að gæta samræmis á álagningu er lagt til að einnig verði felldur niður tollur af öðru klæðningarefni úr viði sem einnig er í 44. kafla.
—    Auk þess er að ofan greinir verða tollalækkanir á einstaka vöru á víð og dreif í tollskrá. Sjá nánar viðauka I við frumvarpið um breytingar á köflum 25–97 í tollskrá.

c.     Afnám sérgjalda sem lögð eru á innfluttar vörur.
    Í II. gr. GATT er kveðið á um að ekki megi leggja á tolla við innflutning umfram það sem tollabindingar í ívilnanalista viðkomandi ríkis leyfa. Í ívilnanalista skal auk tollabindinga skrá öll sérgjöld sem mismuna innlendri vöru og innfluttri, þ.e. virka eins og tollur. Í II. gr. eru settar skorður við álagningu slíkra sérgjalda. Bannað er að leggja á sérgjöld önnur en þau sem bundin eru í lögum viðkomandi aðildarríkis 15. apríl 1994 13 og eru skráð í ívilnanalista á þeim tíma eða tilkynnt innan sex mánaða.
    Þau gjöld í íslenskum lögum sem II. gr. tekur til eru fóðurgjald, jöfnunargjald á kartöflur, verðjöfnunargjald á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni og jöfnunarálag á hús og hús hluta. Landbúnaðarsamningurinn gerir ráð fyrir breytingu sérgjalda í tolla. Þar með eru brostn ar forsendur fyrir álagningu þriggja fyrrnefndu gjaldanna og jöfnunarálagið hefur ekki verið innheimt eftir gildistöku laganna um Evrópska efnahagssvæðið þar sem það er talið stangast á við ákvæði 10. gr. þess samnings. Engin sérgjöld voru skráð í ívilnanalista Íslands. Af hálfu Íslands var heldur ekki tilkynnt um álagningu slíkra gjalda til skrifstofu GATT. Verður inn heimtu þeirra hætt og heimildir felldar brott úr viðkomandi lögum. Ákvæði II. gr. GATT setja einnig skorður við upptöku nýrra sérgjalda á innfluttar vörur eingöngu og verður því öll slík mismunun að vera í formi venjulegra tolla.
    Samkvæmt framansögðu er í 2. gr. frumvarpsins lagt til að 4. gr. tollalaga verði löguð að II. gr. GATT-samningsins og að heimild til álagningar jöfnunarálags á hús og húshluta í 120. gr. tollalaga falli brott. Einnig er gert ráð fyrir í 14. gr. frumvarpsins að felld verði brott 30. gr. búvörulaga er heimilar álagningu fóðurgjalds og jöfnunargjalds af kartöflum. Í staðinn komi tollar á fóður og kartöflur.
    Þess ber að geta að II. gr. GATT bannar hvorki álagningu undirboðs- og jöfnunartolla né þjónustugjalda vegna eftirlits eða þjónustu í tengslum við innflutning á vöru.
    Landbúnaðarsamningur GATT heimilar ekki álagningu breytilegra innflutningsgjalda 14 , þar með talin verðjöfnunargjöld á landbúnaðarvörur. Verðjöfnunargjöld eru samkvæmt heim ildum í 120. gr. A tollalaga og 72. gr. búvörulaga lögð á innfluttar vörur sem framleiddar eru úr landbúnaðarhráefnum. Gjöldin eru lögð á vörur óháð uppruna, þ.e. bæði á vörur sem fluttar eru inn samkvæmt ákvæðum fríverslunarsamninga, þar með talinn EES-samningurinn, og á vörur frá þeim ríkjum sem ekki hafa verið gerðir fríverslunarsamningar við .
    Með frumvarpinu er lagt til að verðjöfnunargjöldum verði breytt í tolla. Þó er gert ráð fyrir að enn um sinn verði slík gjöld lögð á vörur samkvæmt ákvæðum fríverslunarsamninga því ekki hefur enn verið samið um nauðsynlegar breytingar á þeim. Samningaviðræður standa nú yfir milli samningsaðila EES um að breyta verðjöfnunargjöldum yfir í tolla. Í kjölfar þess má búast við sams konar viðræðum milli EFTA-ríkjanna og þeirra ríkja sem þau hafa gert fríversl unarsamninga við. Breytingum á þessum samningum verður hægt að koma til framkvæmda með heimild í 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. tollalaga.
    Í 8. og 21. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að heimildir tollalaga og búvörulaga til álagn ingar verðjöfnunargjalda verði þrengdar þannig að þær takmarkist við innflutning sem fríversl unarsamningar taka til.

d.     Innheimta þjónustugjalda löguð að kröfum GATT-samningsins.
    Í VI. gr. GATT er þess krafist að þjónustugjöld sem lögð eru á við innflutning á vörum séu miðuð við eiginlegan kostnað við veitta þjónustu. Þjónustugjöld, sem lögð eru á innfluttar vör ur eingöngu og miða við tiltekið hlutfall af verðmæti vöru eða þyngd hennar, teljast vera tollar að svo miklu leyti sem gjaldtakan er umfram raunverulegan kostnað við veitta þjónustu. Sömu sjónarmið gilda um skoðunargjöld. Innheimta eftirlitsgjalds af plöntum samkvæmt reglugerð nr. 110/1992 sem sett er með heimild í 3. gr. laga nr. 51/1981, um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum í plöntum, gerir ráð fyrir innheimtu eftirlitsgjalds vegna innflutnings á plöntum. Gjaldið er 2% af tollverði vörunnar og stenst því ekki framangreindar kröfur. Því gerir 25. gr. frumvarpsins ráð fyrir að 3. gr. laganna verði breytt.

e.     Tollverð.
    Tollverð er það verð vöru sem tollur er lagður á. Reglur tollverðssamningsins, sbr. 1. viðauki A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, eiga að tryggja að tollur verði lagður á það verð sem raunverulega er greitt fyrir vöruna, svonefnt viðskiptaverð. Með núgildandi tollalögum sem sett voru árið 1987 voru teknar upp grunnreglur tollverðssamnings ins. Ísland var þó ekki aðili að þessum samningi. Nú hefur hann verið endurskoðaður og nefn ist samningur um framkvæmd VII. gr. hins almenna samnings um tolla og viðskipti 1994. Í 4. gr. frumvarpsins er með breytingum á 10. gr. tollalaga gert ráð fyrir að ákvæðum samnings ins um tollverð verði gerð ítarlegri skil.
    Í 2. mgr. 12. gr. tollalaga er heimild til að setja sérstakar reglur um mat á notuðum öku tækjum og vinnuvélum til tollverðs. Á grundvelli heimildarinnar voru settar reglur um tollverð notaðra ökutækja sem notað hefur verið í stað vörureiknings. Reglurnar hafa reynst þunglama legar í framkvæmd. Ástæða er til þess að endurskoða þær og takmarka notkun þeirra við þau tilvik þegar vörureikningur liggur ekki fyrir eða hann reynist ótrúverðugur.
    Meginregla tollverðssamningsins er að tollverðið skuli vera viðskiptaverð vörunnar, þ.e. það verð sem greitt er í raun eða greiða ber fyrir vöruna. Þó er heimilt að víkja vörureikningi til hliðar þegar ástæða þykir til að ætla að vörureikningur greini ekki rétt verð. Í 10. gr. tolla laga er gert ráð fyrir almennri heimild til setningar matsreglna er eigi við í slíkum tilvikum og öðrum þeim tilvikum þegar ekki er til að dreifa reikningi eða öðrum þeim liðum sem toll verð saman stendur af samkvæmt ákvæðum laganna. Þar með verður sérreglan í 2. mgr. 12. gr. tollalaga óþörf og er með 5. gr. frumvarpsins lagt til að hún verði felld á brott.

f.     Upprunareglur.
    
Upprunareglur eru notaðar til að skilgreina uppruna vöru. Upprunareglur fríverslunarsamninga kveða t.d. á um hvaða skilyrði um hráefnanotkun, vinnslu o.fl. vara þurfi að uppfylla til að teljast geta notið fríverslunarkjara. Samningurinn um upprunareglur fjallar um almennar upprunareglur til nota í viðskiptum sem ekki falla undir ákvæði fríverslunarsamninga. Slíkar reglur má setja bæði varðandi innflutning og útflutning.
    Engin ákvæði eru til í lögum um almennar upprunareglur. Útflutningsráð og Verslunarráð hafa gefið út staðfestingar á uppruna en engar skriflegar reglur eru til. Samningurinn um upp runareglur krefst þess að þær reglur er liggja að baki staðfestingu um uppruna vöru séu birtar á lögformlegan hátt. Einnig er skylt að tilkynna reglurnar til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Með breytingu á 122. gr. tollalaga, sbr. 9. gr. frumvarpsins, er gert er ráð fyrir heimild fjár málaráðherra til að setja slíkar reglur er taki mið af meginreglum tollverðssamningsins.

g.     Vörueftirlíkingar og stöðvun tollafgreiðslu.
    Í samningnum um hugverkarétt í viðskiptum í 1. viðauka C við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru settar fram reglur um lágmarksvernd hugverkaréttinda, um hvernig þeirri vernd skuli fylgt eftir og hvernig leysa eigi milliríkjadeilur á þessu sviði. Þriðji hluti samningsins fjallar um fullnustu hugverkaréttar. Þar eru settar fram sérstakar kröfur í tengslum við landamæraeftirlit um að rétthafa vörumerkis eða höfundaréttar verði gert kleift að fara fram á stöðvun tollafgreiðslu á vöru sem hann hefur gildar ástæður til að ætla að hafi verið framleiddar í trássi við þessi réttindi. Í 50. gr. A tollalaga, sbr. 6. gr. frumvarpsins, er gert ráð fyrir þessari heimild.

IV.


Afnám hindrana við innflutning á landbúnaðarvörum.


    Með gildistöku samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina verða afnumin innflutnings höft á landbúnaðarvörur sem undanfarna áratugi hafa þróast mjög á skjön við almennar reglur GATT. Ekki verður lengur hægt að hefta innflutning á þessum vörum nema samkvæmt þröng um undanþáguheimildum GATT-samningsins er lúta m.a. að takmörkun innflutnings vegna heilbrigðis manna, dýra eða plantna 15 . Í staðinn er gert ráð fyrir tollvernd, auk þess sem tollkvótar á lægri tolltöxtum eiga að tryggja lágmarksinnflutning á bannvörum 16 og að innflutningur á leyfavörum 17 verði ekki minni en hann var á árunum 1986–1988.
    Samningnum um landbúnað má skipta í þrjá meginþætti, þ.e. markaðsaðgang, innanlands stuðning og útflutningsstyrki. Öllum þátttökuríkjum Úrúgvæviðræðnanna var gert að leggja fram skrár sem sýndu hvernig þau hygðust framkvæma skuldbindingar sínar varðandi þessa þrjá þætti. Skrár þessar voru felldar undir GATT 1994 og eru nú hluti þess samnings. Skrárnar yfir innanlandsstuðning og útflutningsbætur fylgdu þingályktunartillögunni um samþykkt WTO-samningsins.
    Það er sá hluti samningsins er fjallar um markaðsaðgang ásamt viðeigandi skrá sem kallar á lagabreytingar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Landbúnaðarskráin tekur yfir tollabindingar, lágmarksmarkaðsaðgang og ríkjandi markaðsaðgang. Viðmiðunartímabil er 1986–1988.
    Efndir landbúnaðarsamningsins kalla á að tollar leysi af hólmi magntakmarkanir og ýmis sérgjöld á landbúnaðarvörum. Tollabindingar voru settar á allar landbúnaðarvörur og lækka þær í áföngum á sex árum (1995–2001) um 36% að meðaltali en þó minnst um 15% fyrir hverja vöru. Sjá viðauka IIA við frumvarpið. Um tollabreytingar er fjallað í a-lið, Tollar í stað innflutningsbanna og hindrana.
    Skuldbindingar um lágmarksmarkaðsaðgang fela í sér tollkvóta. Þeir eiga við um vörur sem enginn eða óverulegur innflutningur hefur verið heimilaður á. Tollkvótarnir eiga að tryggja að tiltekið magn (3–5% meðalinnanlandsneyslu áranna 1986–88) af þessum vörum megi flytja inn á mun lægri tolltöxtum en tollabindingar heimila. Undir þennan flokk falla m.a. kjöt og mjólkurvörur. Tollkvótar þessir eru tilgreindir í viðauka IIIA við frumvarpið. Um tollkvóta er fjallað nánar í b-lið, Tollkvótar.
    Skuldbindingar um ríkjandi markaðsaðgang fela í sér tollkvóta. Þær eiga við um vörur sem innflutningur á hefur verið háður innflutningsleyfum. Leyfa skal eigi minna magn á ekki verri kjörum en tíðkuðust þá. Hér er um nokkurs konar „frystingu“ að ræða á innflutningskjörum viðmiðunartímabilsins (1986–1988) á þessum vörum. Undir þennan flokk falla m.a. afskorin blóm og ferskt grænmeti. Tollkvótar þessir eru tilgreindir í viðauka IIIA við frumvarpið.
    Við gerð tillagna um breytingu viðskiptahindrana og sérgjalda í tolla og framkvæmd toll kvóta hefur verið miðað við eftirfarandi:
—    Að tollar verði lagðir á þær vörur sem háðar hafa verið innflutningstakmörkunum. Tolltaxtar miðist við að vara sem innflutt kann að vera á heimsmarkaðsverði 18 verði um 30% dýrari en sem nemur heildsöluverði samsvarandi innlendrar vöru. Magntolli verði beitt að mestu til að tryggt verði að umtalsverð vernd haldist þótt innflutningsverð sveiflist veru lega og fari niður fyrir heimsmarkaðsverð. Tollur þessi verði þó aldrei hærri en tollabind ing vörunnar.
—    Að breyting sérgjalda í tolla á þeim vörum sem fluttar hafa verið inn án takmarkana leiði ekki til þess að álögur verði auknar.
—    Að tollkvótar verði notaðir til að tryggja að áfram verði heimilt að flytja inn blóm og grænmeti á lágum tollum hluta úr ári.
—    Viðbótartollkvótar verði notaðir til að tryggja svigrúm til innflutnings á vörum umfram samningsbundna tollkvóta.
—    Að úthlutun og framkvæmd tollkvóta verði sem einföldust.

a.     Tollar í stað innflutningsbanna og hindrana.
     Landbúnaðarsamningurinn gerir ráð fyrir tollvernd í stað hafta og sérgjalda. Tollverndin er fundin með útreikningi á fjárhagslegu ígildi hafts eða gjalds, þ.e. tollígildi, sem felst í þeim mismun sem er á heildsöluverði vöru innan lands og því verði sem gildir á heimsmarkaði. Reiknuð voru tollígildi fyrir allflestar landbúnaðarvörur. Við útreikning voru notuð verð við miðunaráranna 1986–1988. Þessi tollígildi eru grundvöllur þeirra nýju tollabindinga sem nú er að finna í ívilnanalistanum yfir landbúnaðarvörur, sjá viðauka IIA við frumvarpið. Í Úrúg væviðræðunum var skilyrði fyrir því að fá að reikna út tollígildi og þannig hækka tollabind ingu að jafnframt væru lagðar fram skuldbindingar um tollkvóta, þannig að þrátt fyrir hugsan legar tollahækkanir yrði hægt að flytja inn tiltekið magn á lægri tollum.
    Nú hafa allir 19 tollar á landbúnaðarvörum verið bundnir. Tollabindingar á landbúnaðarvörum munu síðan lækka um 36% að meðaltali, og minnst um 15%, í jöfnum áföngum á árunum 1995–2000 eins og fram kemur í viðauka IIA. Gildi tollabindinga felst ekki eingöngu í því að vera þak fyrir tollaálögur heldur eru þær jafnframt sá grunnur sem síðari samningaviðræður við aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar verða byggðar á.

Nýir tollar.
    Breytingar á tollskrá í viðauka I við tollalög, sem er að finna í viðauka I við frumvarp þetta, endurspegla þá breytingu sérgjalda og hafta í tolla sem fram kemur í landbúnaðar skránni. Þar voru reiknaðar nýjar tollabindingar fyrir allflestar landbúnaðarvörur bæði þær vörur sem í reynd hafa verið háðar innflutningshindrunum eða sérgjöldum og einnig fyrir þær vörur sem innflutningur á hefur verið haftalaus. Byggðist þessi framsetning á víðtækri túlkun á heimildum búvörulaga til að takmarka innflutning og á þeirri staðreynd að tollabindingar eru verðmæt skiptimynt í viðskiptaviðræðum. Ekki er ætlunin að nýta þessar heimildir vegna allra þeirra vara er í landbúnaðarskránni greinir. Tollvernd komi einungis í stað verndar sem hingað til hefur verið í höftum og sérgjöldum. Tolltaxtar á öðrum vörum en að neðan greinir verða því óbreyttir:
—     Tollar í stað hafta. Innflutningur á kjöti og kjötvörum, mjólkurvörum, þar með töldum ostum, eggjum, lifandi eða afskornum blómum og plöntum og nýjum og kældum garð- og gróðurhúsavörum, viðbiti, auk nokkurra vara sem unnar hafa verið úr landbúnaðarhráefnum 20 er ýmist bannaður eða háður leyfi landbúnaðarráðherra. Setja þarf nýja tolltaxta fyrir þess ar vörur þegar innflutningur þeirra verður gefinn frjáls. Fyrir þessar sömu vörur verður jafnframt úthlutað tollkvótum. Sem að ofan greinir voru nýju GATT-bindingarnar settar á grundvelli tollígilda. Síðan á viðmiðunartímabilinu (1986–1988) hafa orðið gengisbreytingar auk verðbreytinga innan lands og utan þannig að væru tollígildin reiknuð á núgildandi verðlagi yrðu þau til muna lægri. Því var talið eðlilegt að við breytingu innflutningshafta í tolla yrði ekki miðað við að fullnýta tollabindingarnar heldur verði tollar í aðalat riðum miðaðir við endurskoðuð tollígildi er taki mið af verðlagi ársins 1995. Þannig verði gert ráð fyrir að tollar samanstandi af verðjöfnun vegna verðmunar sem er á heimsmark aðsverði vörunnar og heildsöluverði samsvarandi innlendrar vöru auk 30% tollverndar.
—     Tollar í stað sérgjalda á unnum landbúnaðarvörum, fóðri og kartöflum og vörum úr þeim. Gert er ráð fyrir því að sú álagning sem áður var falin í verðjöfnunargjaldi á unnar landbúnaðarvörur sem fluttar eru inn frá ríkjum utan fríverslunarsamninga, fóðurgjaldi og jöfnunargjaldi á kartöflur 21 verði framvegis í formi venjulegra tolla. Þessar vörur hefur verið frjálst að flytja inn og því er miðað við að ekki verði hækkaðar álögur þó svo að GATT-bindingarnar veiti svigrúm til slíks. Almennt er ekki gert ráð fyrir úthlutun tollkvóta fyrir þessar vörur. Í fyrsta lagi voru í mörgum tilvikum ekki reiknuð tollígildi fyrir þessar vörur og því ekki boðnir neinir tollkvótar. Í öðru lagi að þar sem boðnir voru tollkvótar eru taxtar þeirra almennt ekki lægri en sá tollur sem á vöruna verður lagður vegna tollalækkana sem orðið hafa síðan á viðmiðunartímabilinu.

Framangreindar tillögur leiða til eftirfarandi lagabreytinga:
    Í 18. gr. frumvarpsins er lagt til að 52. gr. búvörulaga verði breytt þannig að framvegis verði frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum frá aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunar innar, nema önnur lög takmarki 22 . Landbúnaðarráðherra mun áfram hafa heimild til þess að banna innflutning á tilteknum vörum frá ríkjum utan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
    Í 27. og 28. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að lög sem takmarkað hafa innflutning á land búnaðarvörum og matvörum verði felld úr gildi, þ.e. lög nr. 32/1933, um tilbúning og verslun með smjörlíki o.fl., og lög nr. 88/1949, um innflutningsbann á niðursoðinni mjólk og þurr mjólk. Jafnframt eru í 25. gr. frumvarpsins lagðar til breytingar á lögum nr. 51/1981, um varn ir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum, en um það verður fjallað nánar í d-lið hér að neðan. Um lagabreytingar vegna afnáms sérgjalda var fjallað í III. kafla undir c-lið.

b.     Tollkvótar.
     Landbúnaðarsamningurinn gerir ráð fyrir úthlutun tollkvóta til að tryggja, þrátt fyrir tollvernd, lágmarksaðgang á bannvörum og að markaðsaðgangur leyfavöru verði eigi verri en hann var á viðmiðunartímabilinu ( ríkjandi markaðsaðgangur).
    Í viðauka III við tollalög er að finna lista yfir tollkvóta. Tvær aðferðir voru notaðar við ákvörðun á þessum kvótum eftir því hvort um var að ræða bannvöru eða haftavöru. Þó að mis munandi reikningsaðferðir séu notaðar við að reikna út magnið er um sams konar skuldbind ingar að ræða í báðum tilvikum, þ.e. skuldbindingu um tollkvóta, að heimila innflutning á til teknu magni á tilteknum tollakjörum. Við innflutning á vörum umfram það magn er greinir í tollkvótum koma tollar samkvæmt tollskrá, sbr. a-lið hér að framan.
—    Veita skal lágmarksmarkaðsaðgang fyrir bannvörur, þ.e. vörur sem enginn eða óverulegur innflutningur var á á viðmiðunartímabilinu 1986–1988. Hér er um að ræða vörur sem innflutningur á var 5% eða minna af innanlandsneyslu. Samningstilboð Íslands kveður á um að heimilt verði að flytja inn tiltekið magn á tollum ekki hærri en sem nemur 32% af upp hafstollabindingu. Í byrjun verður magnið sem nemur 3% af innanlandsneyslu á viðkom andi vöru á viðmiðunartímabilinu og verður aukið í 5% á sex árum. Þær vörur sem falla undir þessa skuldbindingu eru kjöt, egg, smjör, ostur og kartöflur.
—    Veita skal ríkjandi markaðaðgang fyrir haftavörur, þ.e. þær vörur sem á viðmiðunartímabilinu voru fluttar inn í meira magni en sem nam 5% af innanlandsneyslu. Landbúnaðar samningurinn kveður á um að ekki megi veita lakari kjör varðandi magn og tolltaxta heldur en veitt voru á viðmiðunartímabilinu. Hér er um að ræða haftavörur, svo sem lifandi og af skorin blóm og plöntur, nýtt og kælt grænmeti, viðbit (smjörva) og ýmsar unnar matvörur sem innihalda mjólkurduft eða kjöt.
—    Auk framangreindra kvóta, sem skylt er að leyfa innflutning á, er gert ráð fyrir viðbótarkvótum yfir vörur sem heimilt yrði að flytja inn á lægri tolltöxtum en í tollskrá greinir. Viðbótarkvótar eiga að tryggja meira svigrúm til innflutnings. Vörur sem viðbótarkvótar taka til eru kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkurvörur, egg, grænmeti og blóm. Nýting þessara kvóta er háð ákvörðun landbúnaðarráðherra.

Úthlutun tollkvóta samkvæmt ákvæðum búvörulaga:
    Samkvæmt 3. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að í 6. gr. A, sbr. viðaukar III og IV, í tolla lögum verði tilgreindir þeir tolltaxtar sem gildi vegna tollkvóta. Í 19. gr. frumvarpsins sem fjallar um 53. gr. búvörulaga er síðan gert ráð fyrir því að landbúnaðarráðherra úthluti toll kvótum.
    Stefnt er að því að hafa úthlutun tollkvóta sem einfaldasta og að fyrirkomulag sem kallar á úthlutun sérstakra innflutningsleyfa verði sem umfangsminnst.
    Í 19. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir tvenns konar fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta. Aðalreglan er sú að tollkvótum er úthlutað til umsækjenda. Slíkt úthlutunarfyrirkomulag er heppilegt þegar um er að ræða lítið magn sem heimilt er að flytja inn á lægri tollum, þ.e. á tollkvótakjörum. Jafnframt er gert ráð fyrir víðtækum heimildum til að nota sjálfvirka toll kvóta, án úthlutunar, með því að veita almenna heimild til innflutnings eða með því að stýra tollkvótum með tímabilum.

c.     Hollustuhættir og heilbrigði dýra og plantna.
    Í lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, er að finna ófrávíkjanlegt bann við innflutningi á ýmsum vörutegundum, m.a. hráum og lítt söltuðum sláturafurðum, unnum og óunnum, ósoðinni mjólk og eggjum.
    Í samningnum um beitingu ráðstafana um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna í 1. viðauka A við samninginn um Alþjóðaviðskiptastofnunina segir eftirfarandi í 2. gr. um grundvallarréttindi og skyldur:
    „Aðilar eiga rétt á að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda líf eða heilbrigði manna, dýra eða plantna, að því tilskildu að slíkar ráðstafanir brjóti ekki í bága við ákvæði þessa samnings.“
    Jafnframt er í grundvallarréttindum og skyldum tekið fram að ráðstafanir um hollustuhætti verði að byggjast á vísindalegum meginreglum og megi ekki viðhalda án fullnægjandi sönnun argagna 23 . Enn fremur verður ráðstöfunum um hollustuhætti eða heilbrigði ekki beitt á þann hátt að slíkt hafi í för með sér duldar hindranir á alþjóðaviðskiptum.
    Framangreind ákvæði eiga sér stoð í XX. gr. GATT sem heimilar undanþágur frá ákvæðum samningsins, m.a. um bann við innflutningshöftum, þegar sérstakar ástæður búa að baki, svo sem heilbrigði dýra og plantna, umhverfisvernd eða verndun náttúruauðlinda.     Landbúnaðarráðherra getur bannað innflutning á hráu og lítt söltuðu kjöti og sláturafurðum þegar hætta er á því að smit berist berist með þessum vörum. Krafan um að vísindaleg rök liggi að baki slík um ráðstöfunum leiðir þó til þess að ófrávíkjanlegt innflutningsbann 10. gr. laga 25/1993 getur ekki staðist. Slík framsetning er magntakmörkun og sem slík andstæð XI. gr. GATT 1994. Í 25. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir breytingum á 10. gr. þannig að innflutningsbann er ekki lengur fortakslaust heldur setji ráðherra reglur þar um að fengnum meðmælum yfirdýralæknis.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 2. gr.


    Núgildandi 4. gr. tollalaga kveður á um að tollur skuli lagður á tollverð vöru. Magntollar hafa hingað til einungis verið lagðir á í undantekningartilvikum. Slíkir tollar eru til þess fallnir að vega upp á móti verðsveiflum á borð við þær er gjarnan verða á heimsmarkaðsverði land búnaðarvara og verða þeir teknir upp í auknum mæli vegna framkvæmdar land búnaðartilboðsins. 1. mgr. 4. gr. gerir ráð fyrir álagningu magntolla.
    Í lokamálslið 1. mgr. 4. gr. er áréttuð sú regla II. gr. GATT að mismunun á innlendri fram leiðslu og innfluttri vöru í skattlagningu verði eingöngu í formi tolla. Því eru í frumvarpinu jafnframt felldar úr gildi ýmsar heimildir til álagningar sérstakra gjalda á innfluttar vörur eins og nánar er lýst í almennu athugasemdunum. Þessi regla kemur ekki í veg fyrir að við tollmeð ferð verði innheimtir sömu skattar og gjöld og lögð eru beint eða óbeint á innlenda vöru. Regl an leyfir einnig innheimtu þjónustugjalda enda samsvari þau þeirri fjárhæð sem almennt kostar að sinna umræddu eftirliti eða þjónustu. Þjónustugjald sem færi fram úr þessum kostnaði mundi samkvæmt þessu teljast brot á reglunni.
    Eins og fram hefur komið í almennu athugasemdunum verður sérgjöldum á landbúnaðar vörur, þar með töldum verðjöfnunargjöldum, breytt í tolla. Verðjöfnunargjöld verða þó enn um sinn lögð á vörur unnar úr landbúnaðarafurðum sem um gilda ákvæði fríverslunar- og milliríkjasamninga er kveða á um heimild til álagningar slíkra gjalda. Um þetta er fjallað í 3. mgr. 4. gr. Þess ber að geta að hafin er endurskoðun á ákvæðum EES-samningsins með það fyrir augum að breyta verðjöfnunargjöldunum yfir í fasta tolla. Í kjölfarið má búast við endur skoðun hliðstæðra samningsákvæða í öðrum fríverslunarsamningum.
    Tollar eru tilgreindir í tollskrá og mega ekki vera hærri en þar greinir. Við tollabreytingar vegna framkvæmdar landbúnaðarsamningsins verða í mörgum tilvikum lagðir á samsettir toll ar, þ.e. á sömu vöru er bæði lagður magntollur og verðtollur. Dæmi um þetta er að á konfekt í tollskrárnúmeri 1806.9026 verður lagður á 20% verðtollur og magntollur sem er 56 kr/kg. Tollabinding þessarar vöru er 46%. Eftir því sem innkaupsverð vörunnar er lægra aukast lík urnar á því að brotið verði á tollabindingunni. Til að koma í veg fyrir slíkt er lagt til að tolla bindingarnar verði lögfestar sem hluti af tollalögum, viðauki IIA og B, og að í 4. mgr. 4. gr. verði áréttað að tollur geti aldrei orðið hærri en tollabinding. Fleiri rök mæla með lögfestingu tollabindinga, svo sem að tollar vegna kvóta eru í mörgum tilvikum tiltekið hlutfall af tolla bindingu. Einnig getur reynt á tollabindingar ef skattar og gjöld á vörur eru lögð af meiri þunga á innflutta vöru en innlenda. Mismunur í gjaldtöku jafngildir tolli og því broti á þessu ákvæði að því marki sem gjaldtakan væri umfram tollabindingu. Mestar líkur eru á að það reyni á ákvæðið þegar tollabindingar eru lágar eða 0% svo sem er á fjölmörgum iðnaðarvör um.

Um 3. gr.


    Í 6. gr. A er fjallað um tolltaxta sem gilda eiga við innflutning á vörum sem falla undir ákvæði um tollkvóta. Almennir tolltaxtar eru tilgreindur í dálkum A og A1 í tollskrá og gilda um innflutning á vörum sem ekki falla undir ákvæði fríverslunarsamninga. Með tollkvótum verður heimilað að tollafgreiða tiltekið magn af vörum á lægri tollum en tilgreindir eru í toll skrá. Tollkvótar eru tilgreindir í viðaukum IIIA og B og IVA og B við tollskrá.
    Tollkvótum í viðauka III er skylt að úthluta. Í viðauka IIIB eru tilgreindir hámarkstollar vegna úthlutunar á tollkvótum fyrir þær vörur er þar greinir. Eins og kemur fram í 1. mgr. er lagt til að taxtar verði þó aldrei hærri en 30%. Um þetta er nánar fjallað í almennu athuga semdunum.
    Í 2. mgr. eru tilgreindir tolltaxtar vegna tollkvóta sem heimilt verður að úthluta til viðbótar við tollkvóta í viðauka IIIA og B. Vörurnar eru tilgreindar í viðauka IVA og B.
    Um úthlutun tollkvóta gilda ákvæði 53. og 53. gr. A laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. 19. og 20. gr. frumvarpsins..

Um 4. gr.


    Samkvæmt 8. og 9. gr. tollalaga skal tollverð vara vera viðskiptaverðið. Í samningnum um tollverð er viðskiptaverðið aðalreglan en jafnframt er kveðið á um að nota megi tilteknar að ferðir til að nálgast viðskiptaverðið þegar það liggur ekki fyrir. Í 10. gr. tollalaga er ráðherra veitt heimild til slíks. Að öðru leyti vísast til almennra athugasemda um tollverð í e-lið III. kafla.

Um 5. gr.


    Lagt er til að sérregla 2. mgr. 12. gr. tollalaga um mat á notuðum ökutækjum og vinnuvél um falli brott. Í staðinn kemur áðurgreind heimild í 10. gr. tollalaga til að setja almennar regl ur um mat á vörum til tollverðs þegar grunur leikur á að vörureikningur eða önnur atriði er mynda þátt í tollverði séu ekki réttilega tilgreind eða ef þau atriði eru ekki tilgreind, sjá 4. gr. frumvarpsins. Jafnframt er gert ráð fyrir því að settar verði reglur um málsmeðferð þegar vöru reikningi er vikið til hliðar í slíkum tilvikum.

Um 6. gr.


    Hér vísast til almennra athugasemda um stöðvun tollafgreiðslu vegna brota á hugverka réttindum í g-lið III. kafla.

Um 7. gr.


    Í núverandi 120. gr. tollalaga er heimild til álagningar jöfnunarálags á tollverð innfluttra vara. Heimilt er að leggja jöfnunarálagið á innflutta vöru til að jafna vegna uppsöfnunar tolla og skatta sem lögð eru á innflutta efnivöru í innlenda framleiðslu. Eins og greint er frá í al mennu athugasemdunum var gjaldið ekki tilkynnt til GATT enda hefur innheimtu þess verið hætt. Heimild til að jafna vegna uppsafnaðra tolla stenst ekki 10. gr. EES-samningsins. Jöfnunarheimild vegna óbeinna skatta, ef þurfa þykir, er best fyrir komið í viðkomandi sérlögum, svo sem lögum um vörugjald. Því er lagt til að heimildin verði felld úr gildi.
    Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að í 120. gr. komi ákvæði um álagningu viðbótartolla. Í 5. gr. landbúnaðarsamningsins er heimild til álagningar viðbótartolla þegar innflutningsmagn vöru fer yfir nánar tilgreind mörk eða innflutningsverð fellur niður fyrir tiltekin mörk. Í samn ingnum kallast þessi heimild sérstakt verndarákvæði (special safeguard) og kemur í stað heimildar í 115.–119. gr. tollalaga til álagningar undirboðs- og jöfnunartolla að því er landbúnaðarvörur varðar.
    Gert er ráð fyrir því að viðbótartollar falli á vöruna þegar framangreind skilyrði eru fyrir hendi en þó að því tilskildu að landbúnaðarráðherra hafi skv. 74. gr. búvörulaga ákveðið að beita 5. gr. landbúnaðarsamningsins og gefið út reglugerð þar að lútandi, sjá nánar athuga semdir við 23. gr. frumvarpsins.

Um 8. gr.


    Í 120. gr. A er heimild til álagningar verðjöfnunargjalda á innfluttar vörur úr landbúnaðar hráefnum, sbr. lög nr. 18/1993, um breyting á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum. Eins og fram kemur í almennu athugasemdunum og í umfjöllun um 2. gr. hér að framan verður heimild til álagningar verðjöfnunargjalda nú framvegis takmörkuð við innflutning á uppruna vörum samkvæmt ákvæðum fríverslunarsamninga sem Ísland er aðili að, þar með talinn er EES-samningurinn. Á vörur frá ríkjum sem ekki hafa verið gerðir fríverslunarsamningar við komi því tollur í stað verðjöfnunargjalda.
    Í búvörulögum er sams konar heimild til álagningar verðjöfnunargjalda. Sú heimild er tak mörkuð við tilteknar vörur. Heimild tollalaga tekur til álagningar gjalda á vörur sem ekki eru tilgreindar í búvörulögunum. Nánari umfjöllun um álagningu verðjöfnunargjalda er að finna í athugasemdum við 19. gr. frumvarpsins um 53. gr. búvörulaga.

Um 9. gr.


    Í fríverslunarsamningum eru upprunareglur sem gilda í viðskiptum með vörur sem falla undir viðkomandi fríverslunarsamning. Núgildandi 122. gr. tollalaga fjallar m.a. um útgáfu upprunavottorða samkvæmt fríverslunarsamningum. Eins og fram kemur í lið III f í athugasemdum eru engar almennar upprunareglur til, þ.e. reglur er gildi um útflutningsvörur sem ekki falla undir ákvæði fríverslunarsamninga. Með breytingu á 122. gr. er lagt til að fjármála ráðherra fái heimild til að setja slíkar reglur í samráði við þau ráðuneyti sem hlut eiga að máli.

Um 10. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 11. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 12. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 13. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 14. gr.


    Samningurinn um Alþjóðaviðskiptastofnunina heimilar ekki önnur innflutningsgjöld en tolla. Í 30. gr. gildandi laga eru heimildir til álagningar fóðurgjalda á innflutt fóður (c-liður 1. mgr.) og jöfnunargjalda á innfluttar kartöflur og vörur unnar úr þeim (d-liður 1. mgr.).
    Heimildin til álagningar fóðurgjalds er tvískipt, grunngjald og sérstakt gjald. Innheimtu grunngjaldsins var hætt um sl. áramót en sérstakt 55% fóðurgjald er enn lagt á. Jöfnunargjald á kartöflur er ýmist 50% eða 90% . Með frumvarpinu er lagt til að þessum sérgjöldum verði breytt í samsvarandi tolla. Þó verður jöfnunargjald á kartöflur í nokkrum tilvikum lægra en það hefur verið þar sem tollabindingar hafa lækkað, sjá nánari umfjöllun um afnám sérgjalda í c-lið III. kafla.

Um 15. gr.


    Í 31. gr. laganna segir hvernig fara skuli með birgðir fóðurvara við hækkun, lækkun eða niðurfellingu fóðurgjalda. Lagt er til að þetta ákvæði falli niður. Í staðinn komi ákvæði um fóðursjóð sem tolltekjur af fóðri renni í og greiðslur úr honum. Um er að ræða hliðstætt fyrir komulag og nú er varðandi endurgreiðslur fóðurgjalds skv. 30. gr. laganna.
    Þar er ráðherra heimilað að endurgreiða framleiðendum búvara fóðurgjöld sem innheimt hafa verið við innflutning á dýrafóðri. Gjaldið er endurgreitt framleiðendum að mestu, eða um 50/55 hlutar. Endurgreiðslur eru miðaðar við framleiðslumagn og skiptir þá eigi máli hvort viðkomandi framleiðandi hefur notað innlent eða innflutt fóður. Gert er ráð fyrir því að inn flytjendur fóðurs fái greiðslufrest í tolli til að koma í veg fyrir fjárbindingu.     

Um 16. gr.


    Ákvæði 32. gr. laganna fjalla um tollmeðferð fóðurvara, innheimtu tollstjóra, reikningsskil o.s.frv. Gert er ráð fyrir að þessi grein falli niður, þar sem tollar taka við af fóðurgjöldum og um meðferð þeirra muni fara eftir ákvæðum tollalaga, nr. 55/1987.

Um 17. gr.


    1. mgr. 33. gr. kveður á um að tekjur af svokölluðum grunngjöldum á fóður renni í ríkis sjóð. Þetta ákvæði er afnumið með þessari grein. Á ekki lengur við þar sem innheimtu grunn gjaldsins hefur verið hætt.
    Í 33. gr. er lagt til að sá hluti fóðursjóðs sem ekki er greiddur framleiðendum búvara skuli renna til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Er það í samræmi við það fyrirkomulag sem er í gildandi lögum um fóðurgjaldið.

Um 18. gr.


    Í búvörulögum er að finna ákvæði sem takmarka innflutning landbúnaðarvara. Slíkt er óheimilt samkvæmt GATT og því er nauðsynlegt að breyta lögum þannig að innflutningur frá aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar verði gefinn frjáls.
    Í 52. gr. er kveðið á um að innflutningur landbúnaðarvara, sem tilgreindar eru í viðauka I með lögunum, sé háður leyfi landbúnaðarráðherra. Þessi ákvæði eru afnumin. Landbúnaðar ráðherra er áfram veitt heimild til að takmarka innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum sem ekki eru aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þetta þykir eðlilegt þar sem þau lönd hafa ekki gengist undir reglur stofnunarinnar um viðskiptahætti með landbúnaðarafurðir.

Um 19. gr.


    Þar sem innflutningur á landbúnaðarvörum verður gefinn frjáls eru brostnar forsendur fyrir veitingu innflutningsleyfa sem 53. gr. búvörulaga fjallar um. Við taka tollkvótar sem eiga að tryggja að hægt verði að flytja inn landbúnaðarvörur þrátt fyrir háa verndartolla. Landbúnaðar ráðherra verður skylt að úthluta tollkvótum þeim sem vísað er til í 1. mgr. 53. gr.
    Í 2.–4. mgr. er lýst tilhögun á úthlutun tollkvóta. Gert er ráð fyrir því að sérstök úthlutun fari fram til umsækjenda þegar um er að ræða hina smærri kvóta, svo sem vegna kjöt- og mjólkurvara. Þegar um stóra tollkvóta er að ræða er hins vegar gert ráð fyrir því að opnað verði fyrir innflutning á lægri tollum, annaðhvort í tiltekinn tíma eða þar til tilgreint magn hef ur verið flutt inn.

Um 20. gr.


    Ákvæði 53. gr. A eru ný og fjalla um viðbótartollkvóta sem landbúnaðarráðherra verði heimilt að úthluta til viðbótar við það magn sem um samdist í Úrúgvæviðræðunum.

Um 21. gr.


    Ákvæði um verðjöfnun við innflutning er að finna í 72. gr. og varðandi útflutning í 73. gr. núgildandi laga. Eins og greint hefur verið frá í almennum athugasemdum er lagt til að inn heimtu verðjöfnunargjalda verði hætt. Þó verður enn um sinn gert ráð fyrir álagningu verðjöfnunargjalda á vörur sem falla undir ákvæði fríverslunarsamninga sem gera ráð fyrir slíkri gjald töku, sjá nánar umfjöllun í c-lið III. kafla um afnám sérgjalda.

Um 22. gr.


    Felld er brott tilvísun til ráðgjafarnefndar ráðherra, sjá nánar 24. gr. frumvarpsins.

Um 23. gr.

    
    Í 5. gr. samningsins um landbúnað er veitt heimild til að leggja viðbótartoll umfram tolla bindingar samkvæmt forskrift sem gefin er. Viðbótartollur þessi fer stighækkandi eftir því sem innflutningsverð er lægra og eftir því sem innflutt magn eykst umfram tiltekin mörk. Það er landbúnaðarráðherra sem ákveður hvort tollurinn verður lagður þegar þessi tilteknu skilyrði eru fyrir hendi sem greinir í 5. gr. landbúnaðarsamningsins.
    Ákvæðum þessum er ætlað að sporna við því að undirboð á heimsmarkaði eða aðrir ófyrir sjáanlegir atburðir verði til þess að raska alvarlega jafnvægi á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur í aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.

Um 24. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.


    

Um 25. gr.


    Hér er innheimta þjónustugjalda löguð að kröfum samningins, sjá nánar umfjöllun í d-lið III. kafla.

Um 26. gr.


    Fortakslaust bann við innflutningi landbúnaðarvara, eins og nú er í 10. gr. laganna og gildir m.a. um ýmsar hrávörur, samrýmist ekki samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina, sjá nánar umfjöllun í c-lið IV. kafla um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna.

Um 27. og 28. gr.


    Lög um innflutningshömlur á smjörlíki, niðursoðinni mjólk og þurrmjólk numin úr gildi.

Um 29. gr.


    Í 2. gr. laga nr. 88/1992, um innflutning, er kveðið á um að þeir sem flytja inn vörur sem háðar eru innflutningstakmörkunum greiði 1% leyfisgjald. Í reynd hefur þetta ákvæði aðeins verið virkt vegna innflutnings á burstum í tollskrárnúmeri 9603.9000. Í bráðabirgðaákvæði laganna er jafnframt kveðið á um innflutningstakmarkanir á þessum burstum. Ákvæði þetta hefur ekki verið virkt frá árinu 1979.
    Lagt er til að framangreind ákvæði verði felld úr gildi. Til þess að tryggja að breyting þessi komi ekki til með að skerða hagsmuni blindra er gert ráð fyrir að tollar á innfluttum burstum hækki úr 10% í 15%.

Um 30. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um ákvæði til bráðabirgða.


    Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum



vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.


    Með frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að tollalögum, búvörulögum, lögum um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum og lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim verði breytt þannig að lög og reglur um innflutning landbúnaðarvara verði í samræmi við skuldbind ingar þær sem Ísland hefur tekist á hendur við aðild landsins að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
    Tolltekjur af innfluttum landbúnaðarvörum renna í ríkissjóð samkvæmt frumvarpinu, að undanskildu andvirði tolls af innfluttu fóðri sem skal renna í sérstakan sjóð, fóðursjóð, sem verður í vörslu landbúnaðarráðherra, sbr. 15. gr. Tekjur af sérstöku 55% fóðurgjaldi námu 170 m.kr. á sl. ári og runnu 50/55 hlutar af þeim tekjum aftur til framleiðenda.
    Samkvæmt 24. gr. frumvarpsins mun ráðherra landbúnaðarmála skipa nefnd þriggja manna til ráðuneytis um ákvæði frumvarpsins, verði það að lögum. Kostnað við nefndina má áætla innan við 1 m.kr. Gert er ráð fyrir að gagnasöfnun fyrir nefndina fari fram á vegum landbúnað arráðuneytis og annarra aðila stjórnkerfisins og ekki komi til sérstaks kostnaðarauka af þeim sökum. Þá má ætla að starfsemi embættis yfirdýralæknis geti aukist nokkuð, sbr. 27. gr., þar sem á honum hvílir skylda eftirlits með innflutningi ýmissa landbúnaðarafurða sem til þessa hafa ekki verið fluttar inn. Að lágmarki verður að telja að þar bætist eitt starf við og mun kostnaður vegna launa og annarra gjalda aukast við það um 3–4 m.kr.
Neðanmálsgrein: 1
1I. gr. GATT
Neðanmálsgrein: 2
2XXIV. gr. GATT.
Neðanmálsgrein: 3
3     Sjá t.d. 2. mgr. XI. gr. um undanþágur frá banni við magntakmörkunum.
Neðanmálsgrein: 4
4Almennt ákvæði um undanþágur frá samningsskyldum sem meiri hluti samningsaðila geta veitt.
Neðanmálsgrein: 5
5Skuldbindingar um bindingar á tollum eru mismunandi fyrir hvert aðildarríki um sig. Við aðild að GATT og síðar WTO leggur hvert ríki fram lista yfir tollabindingar sínar sem síðan eru grundvöllur tollalækkanaviðræðna. Athygli er vakin á því að almennt er talað um tollalækkanaviðræður innan GATT/WTO þó svo að það séu ekki tollarnir í tollskrám aðildarríkjanna sem eru lækkaðir heldur tollabindingar sem skráðar eru í framangreinda lista. Lækkun tollabindinga kann síðan að leiða til þess að aðildarríki verði skylt að lækka tolla.
Neðanmálsgrein: 6
6Af því tilefni gaf skrifstofa GATT út skýrslurnar „Iceland - Trade Policy Review - Vol. I and II“.
Neðanmálsgrein: 7
7GATT 1994 er GATT 1947 sem umsömdum breytingum og túlkunum frá Úrúgvæviðræðunum.
Neðanmálsgrein: 8
8Það er ekki skylduaðild að fjölþjóðaviðskiptasamningunum og er Ísland ekki aðili að þeim.
Neðanmálsgrein: 9
9Íslenska skráin er ívilnanalisti nr. 62, schedule 62.
Neðanmálsgrein: 10
10Skýrsla GATT-skrifstofunnar í Genf frá nóvember 1994: „The results of the Uruguay Round of Multilateral Trade Negotiations, Market Access for Goods and Services: Overview of the Results, Appendix Table 5.“
Neðanmálsgrein: 11
11Skýrsla GATT-skrifstofunnar frá 8. mars 1994: Verification of Draft Final Scedules of Concessions - Factual Information. Table 5.
Neðanmálsgrein: 12
12Þeir rauntollar er hér um ræðir eru bestukjaratollar, þ.e. þeir tollar sem lagðir eru á vörur sem ekki falla undir ákvæði fríverslunarsamninga.
Neðanmálsgrein: 13
13Sbr. 2. gr. samkomulagsins um túlkun b-liðar 1. mgr. II. gr. Hins almenna samnings um tolla og viðskipti 1994, bls. 25 í tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings um stofnun Alþjóðaviðskipta stofnunar sem samþykkt var af Alþingi 28. desember 1994.
Neðanmálsgrein: 14
142. mgr. 4. gr. samningsins um landbúnað, bls. 46 (neðanmálsgrein 1) í fylgiskjali III við tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar.
Neðanmálsgrein: 15
15XX. gr. GATT.
Neðanmálsgrein: 16
16Bannvörur eru hér nefndar þær vörur sem bannað hefur verið að flytja inn eða innflutningur verulega takmarkaður. Miðað er við að innflutningur hafi verið minni en sem samsvarar 5% af innanlandsneyslu áranna 1986–1988.
Neðanmálsgrein: 17
17Leyfavörur eru hér nefndar þær vörur sem innflutningur á hefur verið takmarkaður en ekki alveg bannaður. Miðað er við að innflutt magn hafi verið meira en sem samsvarar 5% af innanlandsneyslu áranna 1986–1988.
Neðanmálsgrein: 18
18Þessi viðmiðun tekur ekki tillit til fjarlægðarverndar, þ.e. flutningskostnaðar, trygginga og heildsöluálagningar.
Neðanmálsgrein: 19
19Tollar á ýmsum landbúnaðarvörum, einkum unnum vörum, ávöxtum og korni voru bundnir í fyrri viðskiptalotum. Til viðbótar komu nýjar tollabindingar annaðhvort miðaðar við tolla sem í gildi voru í september 1986 eða við tollígildi.
Neðanmálsgrein: 20
20Nokkrar unnar landbúnaðarvörur með verulegu kjöt- eða mjólkurduftsinnihaldi.
Neðanmálsgrein: 21
21Nýjar og kældar kartöflur og nokkrar unnar landbúnaðarvörur teljast ekki hér með heldur með haftavörum. Á þær vörur er gert ráð fyrir auknum álögum, sbr. umfjöllun hér að ofan.
Neðanmálsgrein: 22
22Hér er átt við lög er byggð eru á sérstökum undanþágum GATT, svo sem vegna dýrasjúkdóma.
Neðanmálsgrein: 23
23Undantekning frá þessu er í 7. mgr. 5. gr. þegar vísindaleg sönnunargögn eru ófullnægjandi.