Ferill 14. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 14 . mál.


42. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Fékk hún á fund sinn til viðræðna frá félagsmálaráðuneyt inu Berglindi Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra, Húnboga Þorsteinsson skrifstofustjóra og Gunnar Sigurðsson deildarstjóra. Þá studdist nefndin við umsagnir er henni bárust á 118. löggjafar þingi frá Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og frá Alþýðusambandi Íslands.
    Í 1. umr. um frumvarpið komu fram nokkrar athugasemdir við þýðingu og málfar þess. Var kannað sérstaklega af hálfu nefndarinnar hvort ástæða væri til breytinga á frumvarpinu af þeim ástæðum. Við athugun kom í ljós að frumvarpið felur í sér mjög nákvæma þýðingu á frumtexta þeirrar reglugerðar er hér um ræðir, nr. 2434/92/EBE, um breytingu á II. hluta reglugerðar nr. 1612/68 um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins. Með hliðsjón af því að sú reglu gerð byggist á rótgrónu lagamáli og að breytingar á íslenska textanum, eins og hann nú liggur fyrir, kynnu að leiða til vafa um rétta túlkun á ákvæðum laganna leggur nefndin til að frum varpið verði samþykkt óbreytt.
    Bryndís Hlöðversdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. júní 1995.



    Kristín Ástgeirsdóttir,     Siv Friðleifsdóttir.     Magnús Stefánsson.
    form., frsm.          

    Pétur H. Blöndal.     Arnbjörg Sveinsdóttir.     Einar K. Guðfinnsson.

    Gísli S. Einarsson.     Kristján Pálsson.