Ferill 29. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 29 . mál.


65. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 92 24. maí 1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn Árna Kolbeinsson og Gylfa Gaut Pétursson frá sjávarútvegsráðuneyti og Hinrik Greipsson og Svavar Ármannsson frá Þróunarsjóði sjávarútvegsins.
    Mælir nefndin með að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
    Sjávarútvegsráðherra er, þrátt fyrir ákvæði 7. gr., heimilt að ákveða að til ársloka 1995 skuli styrkur vegna úreldingar krókabáta vera hærra hlutfall af húftryggingarmati en gildir um önnur skip.

Alþingi, 9. júní 1995.



    Steingrímur J. Sigfússon,     Árni R. Árnason,     Stefán Guðmundsson.
    form., með fyrirvara.     frsm.     

    Einar Oddur Kristjánsson.     Össur Skarphéðinsson,     Guðmundur Hallvarðsson.
         með fyrirvara.

    Hjálmar Árnason.     Svanfríður Jónasdóttir,     Vilhjálmur Egilsson.
         með fyrirvara.