Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 27 . mál.


70. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (SP, VE, GMS, EOK, PHB).



     1 .     Við 3. gr.
                   a .     Í stað orðanna „Við I. kafla“ í inngangsmálsgrein komi: Við III. kafla.
                   b .     2. málsl. 3. efnismgr. orðist svo: Tollur á þær vörur, sem fluttar eru inn samkvæmt þeim tollkvótum sem tilgreindir eru í viðauka IVA, skal vera 50 eða 75 hundraðshlutar af þeim magntolli sem lagður er á viðkomandi vörulið eins og hann er tilgreindur í tollskrá eða 32% af grunntaxta viðkomandi vöruliðs eins og hann er tilgreindur í við auka IIA með lögum þessum.
     2 .     Við 6. gr.
                   a .     Í stað orðanna „sönnun þess“ í b-lið 1. efnismgr. komi: fullnægjandi gögn þess efnis.
                   b .     Orðin „greiða kostnað tollyfirvalda af aðgerðum og“ í c-lið 1. efnismgr. falli brott.
                   c .     Í stað orðsins „bráðabirgðagerð“ í 1. málsl. 4. efnismgr. komi: bráðabirgðaaðgerð.
     3 .     Við 7. gr. Fyrri efnismálsgrein orðist svo:
                  Þegar svo stendur á er greinir í 5. gr. samningsins um landbúnað í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar varðandi einhverjar af þeim vör um sem tilgreindar eru í viðauka IIA við lög þessi og þar eru merktar SSG að:
                   a .     innflutt magn fer yfir mörk þau er tilgreind eru í 5. gr. tilvitnaðs samnings um landbúnað; eða, en þó ekki á sama tíma,
                   b .     innflutningsverð vörunnar fellur niður fyrir tiltekin mörk, sbr. skilgreiningu í 5. gr. samningsins um landbúnað,
        skal, þrátt fyrir ákvæði 1. og 3. mgr. 4. gr., tollur á viðkomandi vöru vera hámarkstollur samkvæmt tollabindingu í viðauka IIA að viðbættum viðbótartolli skv. 5. mgr. 5. gr. samningsins um landbúnað.
     4 .     Við 18. gr. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Landbúnaðarráðherra er einnig heimilt að banna innflutning á afurðum dýra og plantna sem gefin hafa verið vaxtaraukandi efni á framleiðsluskeiðinu eða kunna að fela í sér leifar lyfja og annarra aðskotaefna umfram það sem leyft er við framleiðslu hér á landi og geta verið hættuleg heilsu manna. Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð á hvern hátt hagað skuli eftirliti með innflutningi afurðanna, sýnatöku og rannsóknum.
     5 .     Við 20. gr.
                   a .     Í stað orðanna „3. og 4. gr. tilvitnaðra laga“ í 2. málsl. 1. efnismgr. komi: 3. og 4. mgr. tilvitnaðs ákvæðis.
                   b .     Við greinina bætist ný málsgrein er verði 3. efnismgr., svohljóðandi:
                            Við úthlutun tollkvóta hefur ráðherra hliðsjón af því hvort nægilegt framboð af viðkomandi vörum á hæfilegu verði er til staðar og hvort innflutningsmagn í tollkvót um IIIA og IIIB hafi náð þeim mörkum sem þar eru sett.
     6 .     Við 25. gr. 2. málsl. efnismálsgreinarinnar falli brott.
     7 .     Við viðauka I. Eftirfarandi breytingar verði á tollskrá:
                   a .     Við vörulið 0403 í 4. tölul. bætist nýtt tollskrárnúmer, 0403.9014 – – Með fituinnihaldi meira en 6% miðað við þyngd, og verði verðtollur A 30% og magntollur A1 136 kr. á kg.
                   b .     Eftirfarandi breytingar verði á 5. tölul.:
                         1 .     Í tollskrárnúmeri 0601.2004 – – Grænar og blómstrandi pottaplöntur yfir 1 metri á hæð komi krónutalan 480 í dálk A1.
                         2 .     Í tollskrárnúmeri 0602.1000 – Græðlingar og gróðurkvistir, án róta komi krónutalan 270 í dálk A1.
                         3 .     Í tollskrárnúmeri 0602.2000 – Tré, runnar og búskar, einnig ágrætt, sem bera æta ávexti eða hnetur komi krónutalan 200 í dálk A1.
                         4 .     Í tollskrárnúmeri 0602.3000 – Alparósir og glóðarrósir, einnig ágræddar komi krónutalan 200 í dálk A1.
                         5 .     Í tollskrárnúmeri 0602.4000 – Rósir, einnig ágræddar komi krónutalan 200 í dálk A1.
                         6 .     Í tollskrárnúmeri 0602.9900 – – Annars komi krónutalan 200 í dálk A1.
                         7 .     Í tollskrárnúmeri 0603.9000 – Annað komi krónutalan 95 í dálk A1.
                         8 .     Í stað tollskrárnúmersins „0604.9109 – – – Jólatrésgreinar“ komi: 0604.9102 – – – Jólatrésgreinar.
                         9 .     Í tollskrárnúmeri 0604.9109 – – – Annað komi krónutalan 50 í dálk A1.
                   c .     Við bætist nýr töluliður, 9. tölul., svohljóðandi: Tolltaxtar og tollskrárnúmer vöruliðs 1517 verði svohljóðandi:
                   1517         Smjörlíki; blöndur eða framleiðsla til manneldis úr jurtafeiti eða -olíum eða þáttum úr mismunandi fitu eða olíum þessa kafla, þó ekki feiti eða olíur til manneldis eða þættir þeirra í nr. 1516:
                                  –    Smjörlíki, þó ekki fljótandi smjörlíki:
                        1517.1001     – –    Sem inniheldur meira en 10% en ekki meira en
                                        15% af mjólkurfitu miðað við þyngd          0     90
                        1517.1009     – –    Annað          0     60
                                  –     Annað:
                        1517.9001     – –    Sem inniheldur 10% eða minna af mjólkurfitu
                                          miðað við þyngd          0     60
                        1517.9002    – –    Sem inniheldur meira en 10% en ekki meira
                                           en 15% af mjólkurfitu miðað við þyngd          0     90
                        1517.9003    – –    Neysluhæfar blöndur úr fljótandi sojabauna-
                                           olíu og baðmullarfræsolíu          0
                        1517.9004     – –    Neysluhæfar blöndur úr öðrum fljótandi mat-
                                           jurtaolíum          0
                        1517.9005     – –    Neysluhæfar blöndur úr dýra- eða matjurtafeiti
                                           og olíum, lagaðar sem smurefni í mót          0
                        1517.9009     – –    Annars          0
                   d .     Eftirfarandi breytingar verði á 13. tölul.:
                         1 .     Í stað krónutölunnar „99“ tollskrárnúmeri 1902.2021 – – – Sem að magni til er meira en 20% miðað við þyngd af pylsum, kjöti, hlutum af dýrum eða blóði eða blöndum af því komi: 145.
                         2 .     Vörulýsing tollskrárnúmers 1902.2041 verði: – – – Sem að magni til er meira en 20% miðað við þyngd af kjöti og osti, og í stað krónutölunnar „99“ komi: 145.
                         3 .     Í tollskrárnúmeri 1905.9011 – – – Með fyllingu sem er að meginhluta úr smjöri eða öðrum mjólkurafurðum (t.d. hvítlaukssmjöri) komi talan 20 í dálk A og talan 47 í dálk A1.
     8 .     Við viðauka IIA.
                   a .     Í stað „SDR“ í yfirskrift dálka komi: SDR/kg.
                   b .     Við bætist ný neðanmálsgrein, svohljóðandi:
                            Á vörur úr 6. kafla tollskrár er sérstakur tollur SDR/stk.
     9 .     Við viðauka IIIA. Yfirskrift töflu verði: VIÐAUKI IIIA.