Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 27 . mál.


80. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Frá 3. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nú er aðeins um hálfur mánuður þar til ákvæði Úrúgvæ-niðurstöðu GATT-samninganna eiga að taka gildi hér á landi. Enn eru til meðferðar á Alþingi lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til þess að við Íslendingar getum fyrir okkar leyti fullnægt ákvæðum samningsins. Eru þar á ferðinni breytingar á tollalögum og búvörulögum o.fl.
    Um leið er verið að taka pólitískar ákvarðanir og móta stefnu um beitingu tollverndunar heimilda í stað innflutningsbanna sem áður voru. Óþarft er að fjölyrða um hversu bagalegt er að þessar vandasömu og viðamiklu lagabreytingar og þessi ákvarðanataka sé nú loksins til af greiðslu og tími af jafnskornum skammti og raun ber vitni. Fyrri ríkisstjórn var sem kunnugt er meira og minna óstarfhæf hvað landbúnaðarmál snerti eins og reyndar á mörgum fleiri svið um. Núverandi ríkisstjórn er á handahlaupum að klastra saman stefnu þegar allt er komið í óefni og tímaþröng. Þessi vinnubrögð öll verður að átelja harðlega.

Íslenskur landbúnaður og GATT.
    Óhjákvæmilegt er að setja þær breytingar, sem nú eru að ganga í gildi með tilkomu GATT-samninganna, í samhengi við það sem gerst hefur í íslenskum landbúnaði að öðru leyti á und anförnum árum. Með gerð búvörusamningsins 1991 urðu grundvallarbreytingar á starfsum hverfi landbúnaðar. Horfið var frá greiðslu útflutningsuppbóta, framleiðslan aðlöguð innan landsmarkaði og dregið úr stuðningi hins opinbera við framleiðsluna. Þessar breytingar hafa haft í för með sér mikinn sparnað í ríkisútgjöldum til landbúnaðar en á hinn bóginn gert miklar kröfur til greinarinnar og hefur sú aðlögun á margan hátt reynst erfið. Einkum á það við um sauðfjárrækt þar sem sölusamdráttur hefur orðið mikill á innanlandsmarkaði og vaxandi at vinnuleysi í landinu hefur gert mönnum erfiðara um vik en vonir stóðu til að skapa sér tekjur af annarri atvinnustarfsemi.
    Meginskuldbindingarnar, sem þau ríki sem að GATT-samningunum standa taka á sig, eru þríþættar. Það er í fyrsta lagi að draga úr útflutningsbótum, draga úr stuðningi ríkisins við landbúnað innan lands og auka aðgengi innfluttrar vöru að markaðinum.
    Í þessu frumvarpi er til umfjöllunar í reynd aðeins einn þáttur af þessum þremur sem skuld bindingar GATT-samningsins fela í sér, þ.e. aukinn markaðsaðgangur, og stafar það af því að búvörusamningurinn frá 1991 og þær aðgerðir og breytingar sem honum tengdust gera miklu meira en til þarf til að fullnægja skuldbindingum okkar hvað hitt snertir. Ísland gengur þar í reynd lengra en flest önnur ríki með því annars vegar að afnema með öllu útflutningsbætur og hins vegar að draga verulega úr innanlandsstuðningi við landbúnaðinn borið saman við það sem hann var á viðmiðunarárunum 1986–88.
    Meginbreytingin felst sem sagt í því að í stað beinna innflutningstakmarkana eða banna á ýmsum vörum, sem ríkjum var áður í sjálfsvald sett að beita, skuli nú koma tollvernd en inn flutningurinn vera frjáls innan þeirra marka, þó þannig að heimilt sé að beita raunverulegum heilbrigðisráðstöfunum til að tryggja heilbrigði manna, dýra eða plantna.

Sjónarmið neytenda.
    Í málinu má segja að togist á tvö sjónarmið, þ.e. annars vegar það hversu mikla vernd og aðlögun sé nauðsynlegt að veita hinni innlendu framleiðslu og þeirri atvinnugrein í landinu sem á henni byggir, þ.e. framleiðslu, úrvinnslu og dreifingu innlendrar búvöru, en hins vegar hversu langt sé gerlegt að ganga til móts við eðlilegar óskir og sjónarmið neytenda um lækkað matvælaverð og aukið vöruúrval. Engin deila stendur um að ætlunin sé að viðhalda hér ströng um hollustu- og heilbrigðiskröfum og tryggja að gæði þeirrar matvöru, sem hér er á boðstóln um, séu fyrsta flokks.
    Þær aðferðir, sem valdar eru í frumvarpinu, orka að sumu leyti tvímælis og þó einkum og sér í lagi þær reikningslegu forsendur sem lagðar eru til grundvallar ákvörðun tollverndar. Sanngjarnt og eðlilegt er að farið sé varlega gagnvart upphafsákvörðun tollverndar gagnvart almennum vöruinnflutningi. Vöruinnflutning til viðbótar lágmarksaðgangi og ríkjandi mark aðsaðgangi sé eðlilegt að setja í nokkuð háan tollflokk fyrst um sinn meðan séð verður hvernig þessar breytingar ganga. Gegnum lágmarksmarkaðsaðganginn og ríkjandi markaðsaðgang mun hins vegar vöruúrval aukast og möguleikar neytenda á fjölbreyttari vöru koma til sögunnar. Verðlagning á þessum þáttum er hins vegar meira álitamál.

Heilbrigðisreglur.
    Hvað hollustu- og heilnæmisþáttinn varðar hlýtur að vera eðlilegt að ekki verði gerðar á nokkurn hátt minni kröfur um hollustu og heilnæmi þeirrar vöru sem leyft verði að flytja til landsins en gerðar eru til innlendrar framleiðslu. Á hinn bóginn er ljóst að ekki er heimilt sam kvæmt samningnum að breyta slíkum eðlilegum heimildum til varnar heilbrigði manna og dýra í tæknilegar viðskiptahindranir. Það verða því að standa rök fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru hverju sinni í þessu samhengi.

Garðyrkja.
    Nokkrar áhyggjur hafa risið vegna stöðu garðyrkjubænda, en ljóst virðist að sú grein land búnaðarins nýtur minni verndar en aðrar. Garðyrkjubændur búa við innflutning hluta af árinu á mörgum mikilvægum framleiðsluvörum sínum á grundvelli landbúnaðarviðauka EES-samn inganna en þar er opnað fyrir umtalsverðan tollfrjálsan innflutning á nokkrum tegundum garð yrkjuafurða. Einnig kemur þar til að garðyrkjan er í nokkurri sérstöðu hvað það snertir að hafa á undanförnum árum verið að auka stórlega hlutdeild sína á innlendum markaði og lengja framleiðslutíma sinn. Standa á bak við það tækninýjungar og umtalsverðar fjárfestingar. Inn flutningur var því meiri á ýmsum tegundum framleiðsluvöru garðyrkjunnar á viðmiðunartíma bilinu 1986–88 en verið hefur nú upp á síðkastið. Þetta þýðir að ákvæði um ríkjandi markaðsaðgang koma verr við þessa grein en aðrar.
    Ástæða er því til að huga að málefnum garðyrkjunnar sérstaklega og fylgjast með því hvernig henni reiðir af í þessu nýja umhverfi og grípa þá til ráðstafana sem okkur eru heimilar gagnvart starfsgrundvelli og samkeppnisskilyrðum greinarinnar til þess að tryggja að hún fái staðist þessa samkeppni.

Lágmarksmarkaðsaðgangur.
    Hvað þennan þátt málsins varðar telur 3. minni hluti mesta óvissu ríkja og að mörgu leyti hvað óljósastar forsendur liggja til grundvallar honum við afgreiðslu málsins. Ljóst virðist að flestar vörur muni verða a.m.k. jafndýrar og í mörgum tilfellum dýrari en innlend framleiðsla og því hlýtur veruleg óvissa að ríkja um það hvort til umtalsverðs innflutnings komi þrátt fyrir ákvæði samningsins þar um.
    Ljóst virðist að vísu að samningsskuldbindingar okkar standa ekki til þess að tryggja í sjálfu sér tiltekið magn vöru inn á markaðinn, heldur hitt að bjóða upp á tiltekin viðskiptakjör fyrir vörumagn sem nemur þeim 3–5% sem þarna eiga í hlut. Ákvörðun tollverndarinnar á þessum þætti hefur sætt langmestri gagnrýni og telur 3. minni hluti að þar sé að ýmsu leyti byggt á veikum forsendum. Þriðji minni hluti treystir sér því ekki til að bera ábyrgð á þessum þætti málsins og mun ekki greiða þeim ákvæðum frumvarpsins atkvæði.
    Sama á við um þá vandræðalegu tilhögun sem viðhafa á gagnvart því að ráðstafa leyfum til innflutnings á þeim vörum sem falla undir ákvæði um lágmarksmarkaðsaðgang. Þar er ætl unin að nota hlutkesti til að velja úr hópi umsækjenda um innflutningsleyfi. Þriðji minni hlut inn telur að hugleiða hefði átt aðrar aðferðir í þessu sambandi svo sem að velja með rökstuðn ingi tiltekna aðila sem eðlilegt teldist að önnuðust þennan innflutning og/eða auglýsa eftir áhugasömum aðilum eða hreinlega bjóða út heimildir til að annast um slíkan innflutning.
    Þriðji minni hluti telur sjálfgefið að Íslendingar gerist aðilar að þessu alþjóðlega viðskipta ferli og studdi á sínum tíma staðfestingarfrumvarp um aðild okkar að Alþjóðaviðskiptastofn uninni. Sama á við í þessu tilviki að deila getur tæplega orðið um það að við hljótum að taka á okkur og uppfylla þær beinu samningsskuldbindingar sem við höfum undirgengist. Spurning in er fyrst og fremst um hvernig að því er staðið. Í því sambandi verður að leita sanngjarnar málamiðlunar milli ólíkra sjónarmiða, annars vegar að tryggja innlendri framleiðslu og úr vinnslu eðlilegan aðlögunartíma og samkeppnisskilyrði gagnvart í mörgum tilvikum niður greiddri og ríkisstyrktri framleiðslu, hins vegar að ávinningur neytenda af þessum breytingum verði nokkur í formi aukins vöruúrvals og lækkandi matvælaverðs á komandi árum. Í því sam bandi er rétt að hafa í huga að mikill árangur hefur þegar náðst innan lands í formi minni til kostnaðar fyrir þjóðarbúið við landbúnaðarframleiðsluna og verulegur árangur hefur náðst í lækkuðu matvælaverði innlendrar matvöru á undanförnum árum á sama tíma og matvælaverð umhverfis okkur hefur farið hækkandi. Það hefur því dregið mjög saman með matvælaverði á Íslandi og í nágrannalöndunum og á það að geta auðveldað okkur að ganga í gegnum þessar breytingar ef rétt verður á málum haldið.
    Margt er óljóst í sambandi við reikningslegar forsendur þessa máls, svo sem varðandi raun verulegt verð, innkaupsverð. Reynslan ein getur í mörgum tilvikum skorið úr um það hver út koman verður. Með hliðsjón af því telur 3. minni hluti eðlilegt að farið verði yfir þessi mál í heild sinni í ljósi reynslunnar að hæfilegum tíma liðnum, t.d. tveimur árum. Mun 3. minni hluti flytja breytingartillögu um endurskoðunarákvæði þar að lútandi við 3. umræðu.

Alþingi, 12. júní 1995.



Steingrímur J. Sigfússon.