Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 3 . mál.


87. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, með síð ari breytingum.

Frá Ögmundi Jónassyni og Steingrími J. Sigfússyni.



    Í stað 1.–6. gr. komi ný grein er orðist svo:
    Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Komi fram ósk um að tiltekin tegund áfengis eða tóbaks verði flutt til landsins má eigi synja þeim tilmælum nema með vísun til annarra laga en þessara enda hafi sá er tilmælin bar fram tryggt að Áfengis- og tóbaksverslunin fái andvirði vörunnar greitt.

Greinargerð.


    Eftirlitsnefnd EFTA með framkvæmd EES-samningsins hefur gert athugasemdir við fyrir komulag það sem Íslendingar hafa á sölu áfengis í landi sínu. Gagnrýni nefndarinnar hefur að allega beinst að því að samkvæmt ákvæðum gildandi laga um Áfengis- og tóbaksverslun ríkis ins sé unnt með ákvörðun stjórnvalds að hindra innflutning áfengis til landsins með sama hætti og væri ef bannlög giltu. Með breytingartillögu þessari, sem nú er flutt, er tryggt að einkarétti til innflutnings á áfengi verði ekki beitt sem banni. Framvegis yrði ÁTVR að flytja inn vöru væri hennar óskað. Þessi breyting hefur þó ekki áhrif á umboð annarra aðila, t.d. Hollustu verndar, til að banna innflutning á vöru innihaldi hún efni sem eigi má nota í áfenga drykki.
    Að þessu frumvarpi samþykktu verða engin ákvæði í íslenskum lögum er geri handhöfum einkasöluréttar á áfengi kleift að útiloka neytanda frá því að fá það áfengi sem hann óskar að kaupa,
    Við innkaup á áfengi er fylgt reglum staðfestum af fjármálaráðuneytinu. Reglur þessar hafa verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda, nr. 158/1995. Val á áfengi til sölu í reynsluflokki, kjarna og mánaðaflokki er bundið föstum reglum og ræður markaður hvaða tegundir veljast í þessa flokka. Vín í sérvalsflokki er samkvæmt huglægu mati.
    Nefndar reglur um innkaup áfengis voru bornar undir eftirlitsnefnd EFTA og gerði nefndin engar athugasemdir við þær.
    Með breytingu af þessu tagi telja flutningsmenn allan vafa tekinn af um það að starfsemi ÁTVR samræmist ekki skuldbindingum gagnvart EES. Á þennan hátt er því komið til móts við það sjónarmið að nauðsynlegt sé að tryggja með lögum að við stöndum við skuldbindingar okkar án þess að gefinn sé eftir rétturinn til að viðhalda þessum dreifingarmáta á áfengi sem víðtæk samstaða er um í samfélaginu og er það í samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru við gerð EES-samningsins.