Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 28 . mál.


100. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá Sighvati Björgvinssyni, Össuri Skarphéðinssyni


og Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



     1.     Framan við 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur nýr málsliður er orðast svo: Ákvörðun um heildarafla krókabáta, sbr. 4. mgr. 6. gr., og fjöldi sóknardaga, sbr. 5. mgr. 6. gr., skulu taka hlutfallslegu sömu breytingu og heildaraflamark, sbr. ákvörðun ráðherra.
     2.     Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a.     Í stað „2.–11. mgr.“ komi: ákvæðum.
                   b.     Í stað „viðbótarbanndögum eins og nánar er lýst í 5.–9. mgr.“ í 3. efnismgr. komi: sóknardögum að eigin vali eins og nánar er kveðið á um í 5. mgr. þessarar greinar.
                   c.     Í stað „21.000“ í 1. málsl. 4. efnismgr. komi: 31.500.
                   d.     5. efnismgr. orðist svo:
                            Fyrir þá báta, sem velja sóknardaga, skulu þeir á fiskveiðiárinu 1995–96 miðast við 95 daga á hvern krókabát. Útgerðaraðilar krókabáta skulu sjálfir ákveða hvenær báturinn nýtir sóknardaga sína. Á fiskveiðiárinu 1995–96 skal draga frá sóknardögum samkvæmt þessari málsgrein þann fjölda daga sem þeim er haldið til veiða á á tímabil inu frá 1. september 1995 til 1. febrúar 1996.
                   e.     6. efnismgr. orðist svo:
                            Sameiginlegur hámarksafli þeirra báta er þennan kost velja telst sama hlutfall af 31.500 lestum af þorski, miðað við óslægðan fisk, og nam samanlagðri hlutdeild þess ara báta í heildarþorskafla krókabáta á almanaksárinu 1994.
                   f.     7. efnismgr. orðist svo:
                            Fari þorskafli þeirra báta er þennan kost velja fram úr fyrrgreindu hámarki skal banndögum á næsta fiskveiðiári fjölgað, í fyrsta sinn á fiskveiðiári því sem hefst 1. september 1995. Í því sambandi skal reikna meðalafla á dag liðins fiskveiðiárs og finna viðbótarbanndaga með því að deila þeirra tölu í viðkomandi umframafla. Skal banndögum fjölgað um heila daga og broti sleppt.
                   g.     8. efnismgr. orðist svo:
                            Viðbótarbanndagar skulu falla á þær helgar sem veiðar eru ekki bannaðar á skv. 2. mgr. á viðkomandi tímabili og síðan bætast við fasta banndaga. Þeim skal skipt eins jafnt niður og unnt er. Á viðbótarbanndögum eru allar veiðar óheimilar. Ráðherra get ur þó veitt undanþágu frá þessu varðandi veiðar í sérhæfð veiðarfæri samkvæmt loka málslið 1. mgr. Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að í stað viðbótarbanndaga samkvæmt þessari málsgrein sé útgerð heimill að eigin vali tiltekinn fjöldi sóknardaga innan hvers veiðitímabils.