Ferill 42. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 42 . mál.


120. Nefndarálit



um frv. til l. um úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið til sín á fund Sævar Gunnarsson frá Sjómanna sambandi Íslands, Benedikt Valsson frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Kristján Ragnarsson frá LÍÚ, Þórarin V. Þórarinsson frá VSÍ og Árna Kolbeinsson frá sjávarútvegs ráðuneytinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:



     1.     Við 3. gr. Í stað orðsins „viku“ í 2. mgr. komi: fimm daga.
     2.     Við 7. gr. 2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Nái þeir ekki samkomulagi um ákvörðun fiskverðs innan 14 daga ef málið varðar fiskverð í viðskiptum skyldra aðila en innan sjö daga varði málið viðskipti óskyldra skal málið tekið fyrir í fullskipaðri nefnd og skal hún kveða upp úrskurð innan sjö daga ef málið varðar fiskverð í viðskiptum skyldra en innan fjögurra daga varði málið viðskipti óskyldra.

Alþingi, 15. júní 1995.



    Steingrímur J. Sigfússon,     Árni R. Árnason.     Stefán Guðmundsson.
    form., frsm.          

    Sighvatur Björgvinsson.     Svanfríður Jónasdóttir,     Guðmundur Hallvarðsson.
         með fyrirvara.     

    Hjálmar Árnason.     Einar Oddur Kristjánsson.     Vilhjálmur Egilsson.