Reglugerð um greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu

Þriðjudaginn 30. janúar 1996, kl. 13:42:18 (2527)

1996-01-30 13:42:18# 120. lþ. 79.92 fundur 168#B reglugerð um greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu# (aths. um störf þingsins), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur


[13:42]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þm. Ástu Ragnheiðar Jóhannedóttur segi ég þetta: Orð munu standa. Þeir sem eru 67--70 ára og hafa undir milljón á ári fá sérstakt skírteini þar að lútandi og munu því ekki borga fullt verð, hvorki hjá heilsugæslu né hjá sérfræðingum. Þeir munu greiða 300 kr. hjá heilsugæslulæknum og 500 kr. hjá sérfræðingum.