Reglugerð um greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu

Þriðjudaginn 30. janúar 1996, kl. 13:43:05 (2528)

1996-01-30 13:43:05# 120. lþ. 79.92 fundur 168#B reglugerð um greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu# (aths. um störf þingsins), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur


[13:43]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég fagna því að tekið verði tillit til þess hóps sem er ekki með atvinnutekjur og er 67--70 ára þegar þeir greiða fyrir heilbrigðisþjónustu. Aftur á móti langar mig til að spyrjast fyrir um það sem varðar seinni spurningu mína: Mun það koma fram í reglugerð eða á að koma með tilskipun eða tilmæli úr ráðuneytinu? Mér finnst það þurfa að koma fram hvort hér séu nýir stjórnarhættir á ferðinni. Áður hafa komið fram tilskipanir eða tilmæli varðandi aðra málaflokka, þ.e. bílakaupalánin fyrir jól og einnig endurhæfingarlífeyrinn.