Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 30. janúar 1996, kl. 16:25:07 (2547)

1996-01-30 16:25:07# 120. lþ. 79.1 fundur 249. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# frv. 57/1996, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur


[16:25]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þm. að það er mikilvægt að þessi atriði séu rædd og yfirveguð í ró. Þetta er umræðuefni sem út af fyrir sig er ekki tilefni til orðahnippinga og því síður æsinga. Í röksemdafærslu hv. þm. kemur fram að þetta komi aðeins til undir lok veiðitímabilsins þegar hver og einn er búinn með kvóta sinn. Á hinn bóginn er alveg augljóst að kvótaskip í viðkomandi tegund eða kvótaminnstu skipin mundu þá byrja á því í upphafi fiskveiðiársins að taka þetta til sín og ég hygg að það mundi ekki skapa það réttlæti eða ná þeirri úrlausn sem við erum að leita að. Það er á ýmsar hliðar þessa máls að líta áður en við hröpum að niðurstöðu.


[16:26]