Endurskoðun á kosningalöggjöfinni

Miðvikudaginn 31. janúar 1996, kl. 13:46:35 (2561)

1996-01-31 13:46:35# 120. lþ. 80.1 fundur 103. mál: #A endurskoðun á kosningalöggjöfinni# fsp. (til munnl.) frá forsrh., SJS
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur


[13:46]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég tel það af hinu góða að stjórnarliðar haldi hæstv. forsrh. sínum við efnið. Ég hlýt að leyfa mér að vekja athygli á því að það er nokkuð afstætt með hvaða hætti hv. þingmenn Framsfl. túlka nauðsyn þess að efna kosningaloforð og fyrirheit. Þegar við höfum verið að gagnrýna framsóknarmenn fyrir að það gangi hægt og lítið að efna hin stórbrotnu kosningaloforð segja þeir gjarnan að það liggi ekki mikið á, allt kjörtímabilið sé eftir og nógur tími til stefnu. En þegar kemur að einhverjum sérstökum hugðarefnum einstakra hv. þingmanna stjórnarliðsins er tíminn afar naumur, lífið liggur á og hæstv. forsrh. er haldið við efnið. Ég vona að það flokkist ekki undir atriði utan dagskrár að vekja athygli á þessu, herra forseti.