Upptökumannvirki til skipaviðgerða

Miðvikudaginn 31. janúar 1996, kl. 14:06:51 (2571)

1996-01-31 14:06:51# 120. lþ. 80.3 fundur 223. mál: #A upptökumannvirki til skipaviðgerða# fsp. (til munnl.) frá samgrh., GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur


[14:06]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Varðandi 3. lið fsp.: ,,Hafa fjárveitingar ríkisins til upptökumannvirkja, til skipasmíða og skipaviðgerða á sl. fimm árum skekkt eðlilega samkeppnisstöðu ...`` o.s.frv., þá vil ég aðeins segja að þetta er ekkert sem hefur verið að gerast á sl. fimm árum. Þetta hefur verið að gerast á undanförnum áratugum. Þegar stálskipasmíðaiðnaðurinn var byggður upp á Íslandi með nýjum og myndarlegum skipasmíðastöðvum keyptu hafnarsjóðirnir upptökumannvirkin eða byggðu og fengu til þess styrk frá ríkinu, að ég held alls staðar nema á Akranesi. Þannig að sú leiðrétting sem nú hefur verið gerð með því að hafnarsjóður Akraness kaupir upptökumannvirkin þar og fær til þess sama styrk frá ríkissjóði og önnur upptökumannvirki hafa fengið er aðeins leiðrétting á eðlilegri samkeppnisstöðu. Það er ekki verið að skekkja hana.