Upptökumannvirki til skipaviðgerða

Miðvikudaginn 31. janúar 1996, kl. 14:11:48 (2574)

1996-01-31 14:11:48# 120. lþ. 80.3 fundur 223. mál: #A upptökumannvirki til skipaviðgerða# fsp. (til munnl.) frá samgrh., SighB
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur


[14:11]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. 4. tölulið fsp. um niðurstöður skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins A\&P Appledore International Ltd. er ekki beint til rétts ráðherra því þetta mál er á forræði hæstv. iðnrh. Mér er ekki kunnugt um annað en að í iðnrn. og hjá samtökum skipasmíðaiðnaðarins sé svo á litið að niðurstöður þessarar ráðgjafar standi fyllilega fyrir sínu. Síðast árið 1993 var það endurtekið og ítrekað af samtökum skipasmíðastöðvanna sjálfra. Mér er því forvitni á að vita hjá hæstv. iðnrh. hvort hann sé sömu skoðunar og hæstv. samgrn. sem þetta mál heyrir ekki undir, að aðstæður í skipasmíðaiðnaðinum séu nú aðrar en þær voru á árinu 1993 þegar ítrekað var að skýrslan sem hér um ræðir væri enn það sem byggja ætti á í sambandi við uppbyggingu skipasmíðaiðnaðarins.