Umferðarlög

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 10:33:32 (2595)

1996-02-01 10:33:32# 120. lþ. 82.1 fundur 271. mál: #A umferðarlög# (einkamerki) frv. 37/1996, dómsmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[10:33]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það frv. sem hér liggur fyrir gerir ráð fyrir breytingu á umferðarlögum. Hún felur það í sér að heimila einstaklingum að velja skrásetningarnúmer á ökutæki, bókstafi og tölustafi, samkvæmt reglum sem um það yrðu sett. Það er ráð fyrir því gert að þeir sem velja slík merki sjálfir greiði 50 þús. kr. fyrir og það gjald renni til Umferðarráðs til að styrkja átak þess til bættrar umferðarmenningar.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.