Samningsveð

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 14:07:13 (2632)

1996-02-01 14:07:13# 120. lþ. 82.3 fundur 274. mál: #A samningsveð# frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[14:07]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Sighvatur Björgvinsson spyr hvaða háttur sé hafður á málum í þingflokki Sjálfstfl. Sá háttur er venjulega hafður á þar að málefni ríkisstjórnarinnar eru lögð fyrir flokkinn. Menn hafa þar sínar skoðanir eins og þeir einir vilja og gera athugasemdir eða gera fyrirvara á því hvernig þeir munu greiða atkvæði eða vinna málið í þinginu. Ég hygg að það sé í flestum flokkum þannig. Ég hef t.d. við umræður um landbúnaðarmál lýst því yfir í 1. umr. við mál hver mín afstaða er. Hún getur gengið þvert á það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Aftur á móti hef ég vanist þeirri vinnureglu að þegar menn ákveða að koma fram með einstök mál, t.d. í samstarfi, þá er það einfaldlega meiri hluti viðkomandi flokka sem ræður því hvort málin fara fram. Ef annar flokkurinn vill koma því fram en hinn ekki, þá fer það ekkert fram. Þess vegna segi ég: Þau mál eiga náttúrlega alls ekki að fara í neina umfjöllun. Ef þau hafa fengið umfjöllun inni í flokkunum og menn eru sammála um að leggja þau ekki fram, þá fara þau aldrei inn í þingið ef það á að vera ríkisstjórnarfrv. Þess vegna mundi ég segja að í þessu tilfelli hefði náttúrlega engin umræða átt að hefjast fyrr en flokkarnir voru búnir að ná samkomulagi um það hvort það fari fram eða ekki en það séu ekki einhverjir einstakir menn sem síðan koma og segja að þeir vilji ekki. Það er samstarf tveggja flokka eða fleiri eftir atvikum sem ræður því hvort mál fari fram.