Samningsveð

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 14:40:24 (2644)

1996-02-01 14:40:24# 120. lþ. 82.3 fundur 274. mál: #A samningsveð# frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[14:40]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er svo sannarlega ekki súr yfir því að þetta mál skuli hafa vakið verðskuldaða athygli og þar með náttúrlega kemur skýrt fram hverjir bera ábyrgð á því hvernig þessum málum er komið. Það var svo sannarlega tími til kominn að þjóðin áttaði sig á því. Einnig held ég að það hafi verið tími til kominn að framsóknarmenn áttuðu sig á því að það er búið að veðsetja aflaheimildir í áraraðir. Framsóknarmenn eru kannski fyrst að finna það út núna. Það er búið að gera þetta síðan 1988 í það minnsta þannig að það er ágætt að menn átti sig á staðreyndum málsins og þetta verði síðan rætt á þeim forsendum framvegis.