Samningsveð

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 14:41:18 (2645)

1996-02-01 14:41:18# 120. lþ. 82.3 fundur 274. mál: #A samningsveð# frv., GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[14:41]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. Í einhverjum tilfellum er búið að veðsetja aflaheimildir. En það sem skiptir máli upp á bæði frið um sjávarútveginn og fiskveiðistjórnunina er að það væri ekki gert með þeim formlega hætti eins og hér stóð til. Það er það sem í mínum huga skiptir máli. Nú er það grundvallaratriðið að nýir þingmenn átti sig á því að í þingflokksherberginu er best að taka á málum í fæðingu til þess að lenda ekki í neinu klúðri þegar hér kemur upp í þingið. Ég vil þakka fyrir það, að Framsfl. tók sér langan tíma til umræðu um þetta viðkvæma mál og tók síðan heildstæða afstöðu til þess og þetta varð niðurstaðan.