Samningsveð

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 14:52:06 (2649)

1996-02-01 14:52:06# 120. lþ. 82.3 fundur 274. mál: #A samningsveð# frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[14:52]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er næstum áfall að heyra hv. þm. Einar Odd Kristjánsson segja hér í þingsölum að sameignarákvæðið sé alger sýndarmennska. Þetta er sérstaklega athyglisvert þar sem sjútvrh. lýsti því yfir rétt áðan að um 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaganna væri enginn ágreiningur. Hann var a.m.k. þeirrar skoðunar að hún væri rétt og ætti að standa eins og hún er. Þess vegna vil ég spyrja hv. þm. hvort þetta er hans einkaskoðun eða hvort hann telur að þetta sé almenn skoðun í Sjálfstfl.